2437. Bæjarráð 22.08.18
Fundargerð 2437. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Rúnar Gunnarsson L- lista,
Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Erindi:
1.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 9.08.18. Eftirlitsskýrsla 2018 – Skagakrús.
Lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umhverfisnefndar og bæjarverkstjóra.
1.2. Ólafur Hr. Sigurðsson 12.08.18. Beiðni um rökstuðning og gögn vegna ráðningar í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Undir þessum lið vék Elvar Snær Kristjánsson af fundi.
Í erindinu er óskað eftir rökstuðningi vegna ráðningar í starf bæjarstjóra kaupstaðarins. Einnig er óskað eftir niðurstöðu Hagvangs umhæfi umsækjenda.
Bæjarstjóra falið að senda rökstuðning meirihluta bæjarstjórnar. Ekki er unnt að senda umbeðna niðurstöðu Hagvangs þar sem hún er ekki í fórum Seyðisfjarðarkaupstaðar.
1.3. SÍBS 13.08.18. Beiðni um styrk vegna lýðheilsuverkefnis.
Lögð fram beiðni um styrk vegna ókeypis heilsufarsmælingar á Austurlandi á vegum SÍBS, Hjartaheill, Samtaka sykursjúkra, Samtaka lungnasjúklinga í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Bæjarráð samþykkir framlag til verkefnisins að upphæð 50.000 krónur af lið númer 2159-9991.
1.4. Philippe Clause 20.08.18. Lóðarumsókn.
Lögð fram umsókn frá Philippe Clause eða Esualc ehf um lóðina Lónsleiru 3.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska nánari upplýsinga um umsóknina.
1.5. Ríkislögreglustjórinn 21.08.18. NORDRED ráðstefna í Kaupmannahöfn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur með boði um þátttöku í norrænu björgunarráðstefninni NORDRED.
2. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi(SSA) 2018 – tillögur að ályktunum fyrir stjórn SSA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda drög að ályktunum ráðsins.
3. Námskeið fyrir kjörna fulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að greiða námskeiðsgjald kjörinna fulltrúa vegna námskeiðs á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður næstkomandi laugardag.
4. Gjaldskrá áhaldahúss vegna innri þjónustu.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá áhaldahúss vegna innri þjónustu. Gjaldskráin taki gildi þann 1. október 2018“.
5. Upptökur af bæjarstjórnarfundum.
Frestað.
6. Starfsmannamál – Ráðning forstöðumanns bókasafns.
Áfram í vinnslu.
7. Starfsmannamál – Seyðisfjarðarskóli.
Erindi frá skólastjóra – Trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.
8. Fráveita – Lagfæring á útrás.
Bæjarráð samþykkir að framkvæma lagfæringu á útrás aðallagnar fráveitu á grundvelli skýrslu og tilboðs Köfunnarþjónustunnar.
9. Félagsheimilið Herðubreið – viðhald og endurbætur.
Lögð fram greinargerð um ástand elsta hluta hússins og tillögur að stefnu í endurbótum.
Bæjarráð samþykkir að vísa greinargerðinni til umfjöllunar bæjarstjórnar. Leitast verði við að koma á fundi sérfræðinga vegna undirbúnings endurbótaframkvæmda.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.15.