2439. Bæjarráð 05.09.18

Fundargerð 2439. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 5. september 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 2.4.“Samband íslenskra sveitarfélaga 4.09.18. Úrgangsmál – svæðisáætlun“.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 28.08.18

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 30.08.18

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 8 í fundargerðinna „Ránargata 9, Suðurgata 8, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Farfuglaheimilisins Haföldunnar“ að vísa niðurstöðu umhverfisnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 11 í fundargerðinni „Strandavegur 21 málefni Nord Marina, bréf lögmanns og ný teikning“ að fela bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 15 í fundargerðinni „BR 2433-17 Endurskoðun aðalskipulags og svæði til gerðar deiliskipulags“ að vísa tillögu umhverfisnefndar til bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 16 „Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulíinu 3.“ að vísa niðurstöðu umhverfisnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 22 „Skagagrús eftirlitsskýrsla HAUST“ að fela bæjarverkstjóra úrvinnslu málsins.

 

2. Erindi:

2.1. Sýslumaðurinn á Austurlandi 23.08.18. Færsla gjalda á afskriftareikning.

Í erindinu er óskað eftir heimild til að færa á afskriftareikning skuld vegna opinberra gjalda að upphæð 309.908 krónur.

Bæjarráð samþykkir erindið.

2.2. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 29.08.18. Skjalavarsla í kjölfara nýrra laga um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga.

Í erindinu eru kynnt atriði er varða skjalavörslu sveitarfélaga vegna gildistöku nýrrar persónuverndarlöggjafar og beiðni um fundi með sveitarfélögum.

Bæjarráð samþykkir að stefna að fundi með héraðsskjalaverði á fyrsta fundi ráðsins í október 2018.

2.3. Guðrún Veturliðadóttir 31.08.18. Greinargerð Stelpur rokka! Austurland.

Greinargerðin lögð fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 4.09.18. Úrgangsmál – svæðisáætlun.

Í erindinu er kynnt fyrirhuguð heimsókn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga á Austurlandi til að ræða við sveitarstjórnarfólk um úrgangsmál sérstaklega gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa til fundarins.

 

3. Fjármál 2018.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31. júlí 2018.

Fram fer umræða um ýmiss fjárhagsleg atriði.

 

4. Liður 1.1. frá 2438 fundi bæjarráðs – Umsókn um lóð.

Bæjarráð samþykkir úthlutun svæðisins/lóðarinnar, lóðarmörk markast nánar í fyrirhugaðri deiliskipulagsgerð.

 

5. Upplýsingar vegna fundargerðar 167. fundar félagsmálanefndar.

Farið yfir upplýsingar frá félagsþjónustu vegna atriða í fundargerð 167 fundar félagsmálanefndar.

 

6. Garðarsvöllur - Lántaka – Málefni fótboltavallar.

Lögð fram fundargerð 3. fundar vinnuhóps vegna knattpyrnuvallar við Garðarsveg. Farið yfir forsendur og lánamöguleika sem í boði eru vegna endurgerðar yfirborðs Garðarsvallar.

 

7. Liður 4.13. frá 2435 fundi - Austurvegur 56.

Lögð fram greinargerð frá bæjarverkstjóra með tillögu um að fenginn verði þar til þess bær aðili til að hanna mögulegar lausnir. Áfram í vinnslu.

 

8. Fundur með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Á fundi sem forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri sátu ásamt fulltrúum Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og embættismönnum í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu s.l. miðvikudag kom fram að samgönguáætlanir til 5 og 15 ára yrðu lagðar fram eftir tvær vikur. Jafnframt kom fram að niðurstöður starfshóps um val á gangaleið vegna jarðganga til Seyðisfjarðar væri væntanleg eftir um það bil 2 mánuði.

 

9. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Lögð fram dagskrá aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður 7. og 8. september 2018.

 

10. Sameiginlegur fundur bæjarráða Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Á fundinum var farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar um samstarf og/eða sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi og framhald þeirrar vinnu, samgöngumál og samstarf sveitarfélaganna.

 

11. Fjárhagsáætlun 2019.

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir árið 2019 sem samþykkt var á stjórnarfundi safnsins 23.04.18. Í áætluninni er gert ráð fyrir nokkuð hækkuðum framlögum aðildarsveitarfélaga safnsins.

Fram fer umræða um undirbúning og vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga til ferða- og menningarnefndar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:36.