2438. Bæjarráð 29.08.18
Fundargerð 2438. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Rúnar Gunnarsson L- lista,
Þórunn Hrund Óladóttir L-lista í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur.
Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Erindi:
1.1. Margrét Guðjónsdóttir 23.08.18. Umsókn um lóð.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
2. Samstarf sveitarfélaga:
2.1. Fundargerð 11. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 17.08.18.
Lögð fram til kynningar.
2.2. Fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara frá 24.08.18.
Lögð fram til kynningar.
2.3. Fundargerð 167. fundar félagsmálanefndar frá 27.08.18.
Lögð fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um liði 2 og 3 í fundargerðinni frá félagsmálastjóra.
3. Mat á burðarþoli Seyðisfjarðar m.t.t. sjókvíaeldis.
Lögð fram skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun dagsett 23. ágúst 2018 um mat á burðarþoli Seyðisfjarðar m.t.t. sjókvíaeldis. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar ráðleggur Hafrannsóknarstofnun í samræmi við lög um fiskeldi (nr /n/20087) m.s.br.) að hámarklífmassi fiskeldis í Seyðisfirði verði 10.000 tonn.
Bæjarráð fagnar því að fram er komin skýrsla sem sýnir burðarþol vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði.
4. Reglur um garðslátt.
Lögð fram tillaga að reglum um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn „Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja“.
5. Starfsmannamál – Ráðning forstöðumanns bókasafns.
„Bæjarráð samþykkir að bjóða Nönnu Spejlborg Juelsbo starf forstöðumanns bókasafns Seyðisfjarðar. Það er mat bæjarráðs að Nanna hafi best uppfyllt í hlutlægu mati flesta þá mikilvægustu þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Að mati bæjarráðs leiða menntun, þekking, reynsla, og samskiptahæfni Nönnu til þess að hún er talin vera hæfust umsækjenda í starfið.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Nönnu Spejlborg Juelsbo.“
6. Lántaka – Málefni fótboltavallar.
Lagður fram tölvupóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. með upplýsingum um lánamöguleika og kjör vegna lána til íþróttamannvirkja.
7. Starfsmannamál – bæjarskrifstofa.
Fram fer umræða um mönnun bókhaldsdeildar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:11.