2441. bæjarráð 03.10.18
Fundargerð 2441. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 3. október 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista í forföllum Elvars Snæs Kristjánssonar,
Rúnar Gunnarsson L- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 2.18, erindi frá Dagnýju Ómarsdóttur um starfshlutfall atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og lið 11, Fjarðarheiðargöng.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 24.09.18.
Varðandi lið 2 - Austurveg 29, lóðarstækkun. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um stækkun lóðar.
Varðandi lið 4 - endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fram við bæjarstjórn: Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða aðalskipulag og felur umhverfisnefnd ásamt skipulagsfulltrúa að stýra þeirri vinnu og tilkynna Skipulagsstofnun þar um.
Varðandi lið 5, fjármagn til aðalskipulagsgerðar. - Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
1.2. Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar 2018 frá 25.09.18
Varðandi lið 1 – Bókun fræðslunefndar vegna umferðarálags við Grunnskóla. Bæjarstjóra falið að koma málinu í farveg.
Varðandi lið 3 Bréf frá foreldri varðandi starfssemi skólasels – Bæjarstjóra falið að vinna málið með skólastjóra.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
2. Erindi:
2.1. Consello 20.09.18. Tryggingaráðgjöf hjá Consello.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Ungmennafélag Íslands 24.09.18. Unglingalandsmót UMFÍ 2021 eða 2022.
Lagt fram til kynningar.
2.3. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 24.09.18. Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
2.4. Heilbrigðiseftirlit 24.09.18. Niðurstöður rannsókna á neysluvatni.
Sýnið stóðs gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.
2.5. Íþróttafélagið Huginn 24.09.18. Málefni Íþróttafélagsin Hugins. Örvar Jóhannsson formaður íþróttafélagsins Hugins mætti á fundinn kl. 15:00 til þess að fylgja erindi sínu eftir. Málið áfram í vinnslu. Örvar víkur af fundi kl 15:20
2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 25.09.18. Meðhöndlun úrgangs – svæðisáætlun.
Lagt fram til kynningar.
2.7. Samtök orkusveitarfélaga 25.09.18. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 10. október 2018. Bæjarstjóri verður fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar.
2.8. Samtök Sjávarútvegssveitarfélaga 25.09.18. Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018. Formaður bæjarráðs verður fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar.
2.9. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum 25.09.18. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2018. Oddný Björk Daníelsdóttir verður fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar.
2.10. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 25.09.18. Eftirlitsskýrsla 2018 vegna Tjaldsvæðis. Erindinu vísað til forstöðumanns til umbóta.
2.11. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 26.09.18. Eftirlitsskýrsla 2018 vegna Íþróttamiðstöðvar Seyðisfjarðar. Bæjarstjóra, í samstarfi við forstöðumann íþróttahúss og bæjarverkstjóra, falið að fara yfir stöðu mála og að kostnaðarmetaeinstaka úrlausnir sem kallað er eftir.
2.12. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 20.09.18. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar verða fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar.
2.13. Forvarnar- og jafnréttisfulltrúi 25.09.18. Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Bæjarráð felur forvarnarfulltrúa að vekja athygli forstöðumanna stofnanna á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem taka gildi í mars 2019.
2.14. Jöfnunarsjóður sveitarfélga 25.09.18. Framlög vegna nemenda sem þurfa af gildum ástæðum að sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags. Bæjarstjóra falið að fylgja erindinu eftir.
2.15. Mannvirkjastofnun 25.09.18. Raflögn ábótavant í rekstri – Suðurgata 5.
Erindið lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsingar um málið.
2.16. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 27.09.18. Eftirlitsskýrsla – Sundhöll 2018.
Bæjarstjóra í samstarfi við forstöðumann sundlaugar og bæjarverkstjóra falið að fara yfir stöðu mála og að vinna að úrbótum.
2.17. Íbúðalánasjóður 28.09.18. Tilraunaverkefni – framlengdur umsóknarfrestur.
Bæjarráð samþykkir að send verði inn framlögð drög að umsókn.
2.18. Erindi frá Dagnýju Ómarsdóttur um starfshlutfall atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að gera tímabundinn samning við Dagnýju um lækkað starfshlutfall.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fundargerð 49. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi, frá 25.09.18.
Lagt fram til kynningar.
4. Liður 3.16. frá 2440. fundi bæjarráðs frá 19. september s.l. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.09.18. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018.
Bæjarráð samþykkir að aðalmenn bæjarstjórnar og bæjarstjóri sæki fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018 11. og 12. október nk.
5. Fjárhagsáætlun 2019-2022. Samþykkt að boða forstöðumenn á næsta fund bæjarráðs.
6. Dren á lóðum – Austurvegur 56 og Baugsvegur 4.
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa um ástand lóðanna, málið áfam í vinnslu.
7. Samningur við Orkustofnun – Orkusjóð. – Kynning á þessum fundi.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi hjá Óla Þór Jónssyni hjá Eflu.
8. Kynning á skjalamálum Héraðsskjalasafn. Bæjarstjóra falið að boða Báru Stefánsdóttur, héraðsskjalavörð, á fund bæjarráðs.
9. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna tjaldsvæðis. Dagný Ómarsdóttir, Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi mætir á fundinn kl 15:25 til að fylgja erindinu eftir. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka.
10. Frisbígolfvöllur á Seyðisfirði . Dagný Ómarsdóttir, Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi mætir á fundinn kl 15:25 til að fylgja erindinu eftir. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka.
11. Fjarðarheiðargöng
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun sem send verður á Alþingismenn og fjölmiðla:
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með framlagða Samgönguáætlun þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist í lok 2. tímabils hennar, eftir hartnær áratug. Það er óásættanlegt að bíða svo lengi að fá öryggi vegfaranda tryggt og mannsæmandi samgöngur við einu tengingu landsins við evrópska vegakerfið.
Það er illskiljanlegt að gera eigi hlé á jarðgangaframkvæmdum í svo langan tíma sem áætlunin boðar, það hlýtur að vera grundvallarmál fyrir uppbyggingu samgöngukerfisins að gera ráð fyrir samfellu í slíkum verkefnum á landinu, sé það sýn okkar að byggð sé í landinu. Er það krafa okkar að þegar framkvæmdum við Dýrafjarðargöng lýkur verði hafist handa við gerð Fjarðarheiðarganga.
Bæjarráð treystir á alla þingmenn að vinna að þessu máli af fullum þunga við meðferð þingsins á Samgönguáætlun, ekki síst í ljósi þess hve rýr hlutur Austurlands í henni er framan af og þeim miklu jákvæðu áhrifum sem Fjarðarheiðargöng munu hafa á atvinnulíf og mannlíf landshlutans, landinu öllu til heilla.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.20.