2443. bæjarráð 23.10.18
Fundargerð 2443. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Þriðjudaginn 23. október 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Rúnar Gunnarsson L- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu.
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 14, Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 og 2023 – 2033.
Gerðir fundarins:
1. Fundagerðir
1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 31. maí 2018
Varðandi lið 5 Foss á brú samþykkir bæjarráð að fela AMÍ fulltrúa að taka saman gögn málsins og óska eftir umsón frá ábyrgðaraðilum verksins í samræmi við verklagsreglur kaupstaðarins um varanleg útilistaverk.
Fundagerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Íbúasýn og þjóðarsýn frá Ferli ehf. – Hugbúnaður fyrir sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga - Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum sveitarfélaga 2017. Lagt fram til kynningar.
2.3. Tinna Guðmundsdóttir - Menningarstefna Seyðisfjarðarkaupstaðar. Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
2.4. HSA - Varðar læknisþjónustu á Seyðisfirði. Í erindinu kemur fram að ráðinn hafi verið nýr læknir til HSA á Seyðisfirði frá næstu áramótum. Bæjarráð fagnar þeim ánægjulegu tíðindum.
2.5. Menntamálastofnun - Ytra mat leikskóla 2019. Erindinu vísað til skólastjóra.
2.6. Vegna 40 ára afmælis Samtakanna ‚78. Sótt var um 30.000 kr styrk, styrkbeiðni hafnað.
2.7. Heimsókn í Seyðisfjarðarskóla – bæjarstjórn boðið í heimsókn. Bæjarráð þiggur boðið.
2.8. Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
2.9. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna – beiðni um styrk. Bæjarráð samþykkir að styrkja Eldvarnarátakið 2018 um kr. 25.000.
2.10. Slysavarnaganga slysavarnardeildarinnar Rán og Björgunarsveitarinnar Ísólfs – boð á kynningu. – Bæjarráð þiggur boðið með þökkum.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fundur stjórnar SSA, 9. október 2019. Lagt fram til kynningar.
3.2. Fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hljómlistarmanna. Lögð fram til kynningar.
3.3. Yfirlýsing frá samninganefnd sveitarfélaga SNS. Lögð fram til kynningar.
3.4. Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga – fundarboð. Lagt fram til kynningar.
4. Starfsmannamál. Málið áfram í vinnslu.
5. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 vegna Kröflulínu 3. Tillögunni vísað áfram til Umhverfisnefndar til umsagnar.
6. Kennarasamband Íslands. Beiðni um afrit af gögnum og biðlaun. Kennarasamband Íslands fyrir hönd Jóhönnu Thorsteinsson óskar eftir afritum af gögnum vegna ráðningar í starf skólastjóra og fer fram á biðlaun vegna starfsloka Jóhönnu sem leikskólastjóra. Bæjarstjóra falið að hafa samband við lögfræðisvið Sambands íslenskra sveitarfélaga og að vinna málið áfram.
7. Miðstöð menningarfræða. kl. 18:32 víkur Elfa af fundi og Hildur Þórisdóttir situr fundinn undir þessum lið. Bæjarráð leggur til að samstarfi við SSA og Austurbrú um Miðstöð menningarfræða verði haldið áfram. Bæjarráð leggur einnig til að starfsemin verði endurskipulögð og að unnið verði að frekari fjármögnun. Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir. Kl. 18:49 víkur Hildur af fund og Elfa kemur inn aftur.
8. Upptökur á bæjarstjórnarfundum. Ræddar voru möguleikar og leiðir til upptöku á bæjarstjórnarfundum. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
9. Strandarvegur 21. Bæjarráð samþykkir að óska eftir lögfræðiáliti og felur bæjarstjóra að fylgja því eftir.
10. Embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa. Farið yfir samning bæjarins við Eflu um störf skipulags- og byggingafulltrúa og verkfræðiþjónustu. Áfram í vinnslu.
11. Fjárhagsáætlun Farið yfir ýmis mál er varðar gerð fjárhagsáætlunar og stöðu mála.
12. Íbúafundur. Stefnt er að íbúafundi seinni partinn í nóvember.
13. Snjómokstur fyrir eldri borgara og öryrkja, erindi frá Evu Jónudóttur, þjónustufulltrúa og Gunnlaugi Friðjónssyni, bæjarverkstjóra. Rætt um reglur varðandi snjómokstur bæjarfélagsins fyrir öryrkja og eldri borgara. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og fylgja málinu eftir.
14. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 og 2023 – 2033.Farið yfir drög að umsögnum um samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 og 2023 – 2033, bæjarfulltrúum send gögnin og þeir munu senda sitt álit til bæjarstjóra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.