2444. bæjarráð 06.11.18
Fundargerð 2444. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Þriðjudaginn 06. nóvember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu bæði aðal- og varamenn:
Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Hildur Þórisdóttir L- lista
Rúnar Gunnarsson L- lista, var fjarverandi, bað um leyfi.
Oddný B Daníelsdóttir varamaður D- lista
Þórunn Óladóttir varamaður L - lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu.
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 3.
Gerðir fundarins:
1. Samningur við ráðgjafa vegna fjárhagsáætlunargerðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að ganga frá samningi við Deloitte.
Tillaga borin undir atkvæði. Elfa Hlín og Hildur samþykkja tillöguna með handaupp-réttingu, Elvar Snær situr hjá.
2. Fjárhagsáætlunargerð. – Sigurður Álfgeir Sigurðarson ráðgjafi frá Deloitte fór yfir eftirtalin atriði varðandi fjárhagsgerð:
- Fjárhagsáætlun 2018 – Grunnur að 2019
- Rammar fjárhagsáætlunar – Forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2019
- Tekjuáætlun ársins 2019
- Gjaldskrárbreytingar vegna 2019
- Kostnaðarbreytingar vegna 2019
- Fjárfestingaráætlun 2019-2022
3. Héraðsskjalasafn Austfirðinga – Skjalavarsla
Bára Stefánsdóttir mætti á fundinn til þess að fylgja málinu eftir.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:20.