2445. bæjarráð 08.11.18
Fundargerð 2445. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Fimmtudaginn 08. nóvember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Hildur Þórisdóttir L lista í stað Rúnars Gunnarssonar L- lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Erindi.
1.1. Þorvaldur Jóhannsson 23.10.18. – Ósk um að endurvekja umfjöllun um tvö mál „Áframhald á ritun Sögu Seyðisfjarðar” og „Brattahlíð – götu botnlanginn”.
Varðandi Ritun á Sögu Seyðisfjarðar – Endurútgáfa Húsasögu Seyðisfjarðar er fyrirhuguð í byrjun næsta árs, ekki er fjárhagslegt svigrúm til frekari söguritunar fyrr en því verkefni er lokið. Bæjarráð tekur undir brýna nauðsyn þess að skrá sögu Seyðisfjarðar og æskilegt væri að byrja á því fyrr en seinna.
Brattahlíð – fyrirhugað er að gera ástandsmat á götum bæjarins svo hægt sé að forgangsraða framkvæmdum þar – unnið er að fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun og mun frekar hægt að svara erindinu að þeirri vinnu lokinni.
1.2. Umboðsmaður Alþingis 17. 10.18. – Niðurstaða vegnar kvörtunar umsækjanda yfir ráðningu í starf bæjarstjóra á Seyðisfirði.
Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis er sú að hann hafi ekki forsendur til að gera athugasemdir við aðkomu sveitastjórnar að ráðningarferlinu eða ráðningarferlið að öðru leyti. Umboðmaður beinir þó þeim tilmælum til sveitarfélagsins að hafi það sjálft frumkvæði að birtingu umsækjendalista skuli starfsheiti umsækjenda tilgreind og vekur athygli þess á skyldu sveitarfélagsins að fylgja 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um skráningu málsatvika og gagna en tekur ekki afstöðu út frá gögnum málsins hvort að rétt hafi verið staðið að því í þessu tilviki eða ekki.
1.3. Svava Lárusdóttir 1.10.18– Rafrænir greiðsluseðlar.
Bréfritari óskar upplýsinga um hvort fyrirhugað sé að gera breytingar á rafrænni innheimtu sveitarfélagsins þannig að sundurliðaðir reikningar fylgi greiðsluseðlum.
1.4. Umhverfis og Auðlindaráðuneytið 25.10.18– Strandarvegur 21 – Umsögn ráðuneytisins
Málið áfram í vinnslu.
1.5. Siggi Dvergur ehf 1.11.18 – Beiðni um umsögn frá sveitarstjórn vegna kaupa á ríkisjörð
Skv. 36. gr. jarðalaga nr. 81/2004 með síðari breytingum skal, þegar ábúandi ríkisjarðar hefur óskað eftir kaupum á henni, hlutaðeigandi sveitarstjóri leggja fram yfirlýsingu um að viss atriði er varðar ábúð ábúandans.
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna og að vinna málið áfram.
1.6. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 1.11.18 – Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar.
Málið áfram í vinnslu.
2. Samstarf sveitarfélaga:
2.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi – 1. Fundur framkvæmdaráðs SSA 19. október 2018. Lagt fram til kynningar.
2.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi – 2. Fundur framkvæmdaráðs SSA 23. október 2018. Lagt fram til kynningar.
2.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi – fundargerð 52. aðalfundar haldinn á Hallormsstað dagana 7. og 8. september 2018.Lagt fram til kynningar.
2.4. Kennarasamband Íslands – fundargerð 87. fundar.Lögð fram til kynningar
2.5. 168. Fundur Félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs frá 23. október 2018 – lögð fram til kynningar.
3. Uppsögn samnings við Eflu um byggingafulltrúa.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningi Seyðisfjarðarkaupstaðar við EFLU um byggingarfulltrúa verði sagt upp fyrir 1. desember 2018 og felur bæjarstjóra, í samvinnu við bæjarráð að ákveða framtíðarfyrirkomulag um störf byggingar- og skipulagsfulltrúa hið fyrsta.“
Tillaga borin undir atkvæði. Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum; Elfa Hlín og Hildur, Elvar Snær er á móti.
4. Strympa skipulagsráðgjöf - Sundhöll Seyðisfjarðar. Ástandsskoðun og tillaga að stefnumörkun um endurbætur. Frumdrög.
Fyrir fundinum liggja frumdög að ástandsskoðun og tillögur varðandi endurbætur á Sundhöll Seyðisfjarðar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
5. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - Ágóðahlutagreiðsla 2018
Ágóðahlutagreiðsla Seyðisfjarðarkaupstaðar árið 2018 er kr. 826.500,-.
6. Greiðsla fyrir setu í sameininganefnd.
Málið í vinnslu.
7. Fjárhagsáætlunargerð. – Sigurður Álfgeir Sigurðarson ráðgjafi frá Deloitte fór yfir eftirtalin atriði varðandi fjárhagsgerð með fundarmönnum.
- Gjaldskrár
- Styrkumsóknir
- Fjárfestingar
Undir þessum lið sátu auk bæjarráðs einnig bæjarfulltrúarnir: Eygló B Jóhannsdóttir B lista, Þórunn Óladóttir L lista og Oddný Björk Daníelsdóttir D lista.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.23.