2449. bæjarráð 05.12.18
Fundargerð 2449. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson varaformaður í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns frá L-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista
Elvar Snær Kristjánsson D-lista
Vilhjálmur Jónsson B-lista áheyrnarfulltrúi
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 10, „Húsnæðismál“ liður nr 11 „ Vefsíða kaupstaðarins“.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
1. Fundagerðir:
1.1. Fundargerð fræðslunefndar nr. 8 frá 27. nóvember 2018
Fundargerð opnuð til umræðu
Fundargerð samþykkt með þremur atkvæðum
1.2. Fundargerð velferðarnefndar nr. 44 frá 20. nóvember 2018
Fundargerð opnuð til umræðu
Varðandi lið 2.a í fundargerð:
Bæjarráð felur Íþróttafulltrúa að stýra vinnu við úttekt á aðstöðu líkamsræktarinnar með þar til bærum aðila.
Fundargerð samþykkt með þremur atkvæðum
2. Erindi:
2.1. Menntamálastofnun 30. nóvember 2018 – Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2017 – 2018 – lögð fram til kynningar
2.2. Þjóðskrá Íslands – 27. nóvember 2018 – Tilkynning um misræmi í eigendaskráningu
Vilhjálmur víkur af fundi kl. 16:28
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Vilhjálmur kemur aftur á fundinn kl. 16:32
2.3. Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum – 27. nóvember 2018 – Könnun um nöfn í nýbýlum og breytingar á nöfnum býla.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu
2.4. Hrafnshóll ehf – 28. nóvember 2018 –íbúðarhúsnæði fyrir þitt sveitarfélag – Ósk eftir samstarfi.
Lagt fram til kynningar.
2.5. Landsnet – 27. nóvember 2018 –kerfisáætlun 2019 – 2028 – verkefnis- og matslýsing.
Erindi vísað til umhverfisnefndar.
2.6. Nefndasvið Alþingis – 27. nóvember 2018 – 140. mál til umsagnar.
Erindi vísað til velferðarnefndar.
2.7. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 3. desember 2018 – varðar innra eftirlit vatnsveitu Seyðisfjarðar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með bæjarverkstjóra.
2.8. Dagný Ómarsdóttir 3. desember 2018, Ungmennaráð – Erindisbréf.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf.
3. Ísland ljóstengt
Umræður um málið, bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
4. Fjarðarheiðargöng
Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að hún hefði óskað eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nefndin telur sér ekki fært að hitta fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna tímaskorts.
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þessi svör og óskar eftir því að nefndin endurskoði afstöðu sína til fundar með Seyðfirðingum.
5. Íþróttafélagið Huginn – Samstarfssamningur.
Samningurinn kemur til umfjöllunar undir lið nr. 9.4.
6. Starfsmannamál
Starfslýsing Byggingafulltrúa
Málið áfram í vinnslu
7. Samstarf sveitarfélaga
7.1. Brunavarnir Austurlands 29. nóvember 2018 – Áætlun 2019 lokaplagg.
Samningurinn kemur til umfjöllunar undir lið nr. 9.4.
7.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi , 12. nóvember 2018 – úthlutun sértækra verkefna.
Menningarbærinn Seyðisfjörður hlaut styrk upp á kr. 15.000.000 sem skiptist jafnt á milli LungA skóla og Skaftfells, miðstöð myndlistar. Bæjarráð fagnar úthlutuninni og óskar styrkþegum til hamingju.
7.3. Minnisblað bæjarstjóra - 28. nóvember 2018 – heimsókn frá lögregluembætti Austurlands – málefni lögreglustöðvar á Seyðisfirði, Almannavarna Austurlands og sérstaks viðbragðsteymis á Seyðisfirði.
Bæjarráð fagnar því að komnir séu tveir fastráðnir lögreglumenn í bæinn.
7.4. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - fundur nr. 1 frá 1. nóvember 2018
7.5. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga – fundur nr. 2 frá 12. nóvember 2018
7.6. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - fundur nr. 3 frá 20. nóvember 2018
7.7. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga – fundur nr. 4 frá 26. nóvember 2018
Ofantaldar fundargerðir lagðar fram til kynningar.
8. Liður 3 frá 2447. fundi bæjarráðs tekin á dagskrá að ósk Vilhjálms Jónssonar, fjallað um ummæli með hliðsjón af siðareglum sfk og reglum um starfshætti. Undir þessum lið er Sigurður Álfgeir boðaður á fundinn.
Umræður fóru fram um málið.
9. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022
Hér mætir Sigurður Álfgeir ráðgjafi á fundinn og fer yfir eftirtalda málaflokka. Einnig Þórunn Óladóttir L-lista og Benedikta Svavarsdóttir L-lista
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2019 fyrir:
- Seyðisfjarðarskóla – leikskóladeild.
- Seyðisfjarðarskóla – grunnskóladeild.
- Seyðisfjarðarskóla – listadeild.
- Bókasafn Seyðisfjarðar.
- Vinnuskóla – garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
- Leikjanámskeið.
- Íþróttamiðstöð.
- Sorphirðu og sorpeyðingu – meðhöndlun úrgangs.
- Bæjarskrifstofu.
- Áhaldahús – gjaldskrá innri þjónustu.
- Vatnsveitu.
- Fráveitu.“
Tillaga samþykkt með þremur greiddum atkvæðum
9.1. Fjárfestingaáætlun 2019 – 2022
áfram í vinnslu
9.2. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022
áfram í vinnslu
10. Húsnæðismál
Umræður um málið.
11. Vefsíða kaupstaðarins
Bæjarráð leggur til að eldri gjaldskrár, samþykktir, samningur við bæjarstjóra og annað stjórnsýslulegt efni verði áfram aðgengileg inn á vefsíðu kaupstaðarins eftir að það er úr gildi fallið. Vefsíðustjóra falið að vinna verkið.
12. Yfirdráttarheimild
Bæjarráð staðfestir áður tekna heimild dags. 13. nóvember 2018 að upphæð 15 milljónir, heimildin gildir til 20.12.2018
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00.