2450. bæjarráð 10.12.18
2450. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 10. desember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 14:00.
Fundinn sátu
Rúnar Gunnarsson L-lista í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns L-lista
Hildur Þórisdóttir L- lista
Elvar Snær Kristjánsson D-lista
Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B-lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu
Dagskrá:
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til þess að bæta við dagskrárlið nr 6 „Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018“. Og nr 7 „Fasteignagjöld 2019“.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
1. Fundagerðir:
1.1. 47. Fundur atvinnu- og framtíðarmálanefdar frá 1. nóvember 2018
Fundargerð hefur verið afgreidd áður.
1.2. 48. Fundur atvinnu- og framtíðarnefndar frá 6. desember 2018
Varðandi lið nr. 4 bæjarráð tekur undir tillögu nefndar og vísar málin áfram til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fundargerð samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Ríkiskaup , 6. desember 2018 – Nýr rammasamningur Ríkiskaupa um innkaup RS aðila – RK 14.23 Rekstrarráðgjöf.
Lagt fram til kynningar
2.2. Efla - Óli Þór Jónsson, 7. desember 2018 – Orkusjóður og ráðstöfun styrkveitingar.
Málið áfram í vinnslu.
2.3. amgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið 30. nóvember 2018 – Reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Héraðsskjalasafn Austurlands - Bára Stefánsdóttir – Ítrekun : fjárhagsáætlun og framhaldsaðalfundur.
Málið áfram í vinnslu.
3.2. SvAust - Minnisblað frá fundi 5. des 2018 – Samstarfssamningur við SvAust og SSA.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4. Starfsmannamál
Starfslýsing Byggingafulltrúa.
Málið áfram í vinnslu.
5. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022
Sigurður Álfgeir Sigurðarson ráðgjafi frá Deloitte fer yfir fjárhagsáætlun með fundarmönnum.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020 til 2022.“
Tillagan borin undir atkvæði
Samþykkt með tveimur atkvæðum Rúnars og Hildar, Elvar situr hjá.
6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018
Sigurður Álfgeir ráðgjafi Deloitte fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2018. Bæjarráð samþykkir að senda viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar.“
7. Fasteignagjöld 2019
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019
1. A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.
Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Elvar greiðir atkvæði á móti.
Fundi slitið kl. 16:50.