2457. bæjarráð 30.01.19
2457. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L – lista,
Hildur Þórisdóttir L – lista,
Elvar Snær Kristjánsson D – lista,
Vilhjálmur Jónsson áheyrnafulltrúi B - lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Hafnargata 11 - Gamla ríkið - Lasse Högenhof mætti á fundinn undir þessum lið kl. 16.00
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu.
„Bæjarstjóra er falið að óska eftir viðræðum við ríkissjóð varðandi yfirtöku á Hafnargötu 11 með það fyrir augum að koma húsinu í ásættanlegt horf.“
2. Snjómokstur – Gunnlaugur Friðjónsson mætti á fundinn undir þessum lið kl. 16:30
Farið yfir stöðu mála.
3. Knattspyrnuvöllurinn við Garðarsveg – Starfsfhópur um knattspyrnuvöllinn mætti á fundinn undir þessum lið kl. 17:00.
„Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að bjóða út endurnýjun yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Tilboðin skulu miðast við sáningu og unnin í samræmi við fyrirliggjandi tilboðsgögn unnin af EFLU. Miðað verði við að útboðið verði auglýst í næstu viku “
4. Skálanesvegur – Ólafur Pétursson mætti á fundinn undir þessum lið kl. 18:00.
Umræða um málið. Bæjarstjóra falið að kanna með umsókn til Styrkvegasjóðs
5. Skólamál – Viðauki vegna ráðgjafa
„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Gunnar Gíslason verði fenginn sem ráðgjafi við Seyðisfjarðarskóla.“
„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kostnaði vegna ráðgjafa verði mætt með viðauka nr. 1 . Viðauka verði mætt af deild nr. 2159 lykli nr 9991 yfir á deild nr 0401 á lykil nr 4390. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun er að upphæð kr. 1.500.000“
6. Starfsmannamál – launasamningur við byggingafulltrúa.
Hér vék Vilhjálmur af fundi kl. 18:15
Drög að launasamningi kynntur.
Vilhjálmur mætir aftur á fundinn kl. 18: 35
7. Fundagerðir:
7.1. fundargerð 1. fundar fræðslunefndar Seyðisfjarðar frá 22.01.2019
Varðandi lið nr 5. bæjarráð samþykkir að bjóða Bryndísi og Svandísi á næsta fund varðandi aukið starfshlutfall og taka tillögu fræðslunefndar til frekari umfjöllunar á þeim fundi.
Fundargerð samþykkt.
8. Kostnaður við ráðgjafa vegna fjárhagsáætlunargerðar 2019
Lagt fram til kynningar.
9. Jafnlaunavottun
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir með því að taka fyrstu skrefin í innleiðingu jafnlaunavottunar.
10. Fjármál - yfirdráttarheimild
Yfirdráttarheimild samþykkt, bæjarstjóra falið að upplýsa bæjarráð um notkun á yfirdráttarheimildinni hverju sinni .
11. Erindi:
11.1. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið 22.01.2019 frumvarp til laga um ráðstafanir til uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Lagt fram til kynningar.
11.2. Páll Jakob Líndal - 28.01.2019 – sýndarveruleiki.
Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að biðja um frekari kynningu á verkefninu.
11.3. RHA-Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri 22.01.2019 – beiðni um þátttöku í rannsókn á skólaþjónustu sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
11.4. Landmælingar Íslands 24.01.2019 – Málþingið „Ríkisstofnun út á landi – búbót eða basl?“
Lagt fram til kynningar.
11.5. Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála 24. Janúar 2019 - Vinnustofa um verklag við þróun verkefna í velferðarþjónustu með aðferðum nýsköpunar 7. og 8. Febrúar
Lagt fram til kynningar.
11.6. Ida Feldtham 27.01.2019 - Resumé
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Fundi slitið kl. 19:37.