2466. bæjarráð 16.04.19
2466. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður L – lista,
Hildur Þórisdóttuir L – lista,
Elvar Snær Kristjánsson D – lista,
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Janus heilsuefling – Eva Jónudóttir og Dagný Ómarsdóttir mættu á fundinn og kynntu verkefnið.
Bæjarráð þakkar fyrir áhugavert erindi og felur Evu og Dagnýju að draga saman upplýsingar um verkefnið og leggja fyrir bæjarstjóra.
2. Skólamál
Bæjarstjóri fór yfir úrdrátt úr skýrslu Líf og Sál og helstu niðurstöður greiningarvinnu sem þar kom fram.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari yfir skýrsluna með fræðslunefnd sem fundi með skólastjórnendum. Einnig felur bæjarráð fræðslunefnd að móta tillögur að úrbóta- og aðgerðaáætlun og leggja fyrir bæjarráð.
3. Fundagerðir:
3.1. Umhverfisnefnd 08.04.2019
Varðandi lið 1 í fundargerð.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar frá 8. apríl 2019 varðandi beiðni um umsögn fyrir Lónsleiru 7 til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Tillaga samþykkt.
Varðandi lið 2 í fundargerð.
Formaður bæjarráðs ber fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar frá 8. apríl 2019 varðandi tillögu að breytingu á landnotkun við Strandarveg 21 til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum Rúnars og Hildar, Elvar Snær er á móti.
Vilhjálmur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráð samþykkir að óska álits Skipulagsstofnunar á lögmæti túlkunar umhverfisnefndar í tillögu nefndarinnar á hvort um minniháttar breytingu á landnotkun við Strandaveg 21 geti verið að ræða með hliðsjón af gildandi aðalskipulagi og að svæðið er á ofanflóðasvæði nánar skilgreint sem c svæði.
Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska álits Skipulagsstofnunar.
Elvar Snær leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráð samþykkir í samræmi við tillögu í lögfræðiáliti Jóns Jónssonar hrl. sem dagsett er 15. nóvember 2018 að óska eftir málsmeðferð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um byggingarleyfisskyldu teikninga skv. 4. mgr. 9. gr mannvirkjalaga. Um er að ræða það sem Jón telur í áliti sínu verulegt álitamál hvort samþykkt reyndarteikninga af skipulagi Strandarvegar 21 teljist fela í sér ákvörðun um byggingarleyfi. Lagt er til að ásamt beiðni til nefndarinnar fylgi auk teikninganna sem um ræðir og annarra gagna, lögfræðiálit Jóns Jónssonar hrl.
Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir málsmeðferð úrskurðarnefndar umhverfis – og auðlindamála.
Fundargerð samþykkt með tveimur atkvæðum Rúnars og Hildar, Elvar Snær situr hjá.
4. Erindi:
4.1. Kjartan Ragnarsson 13.04.2019 - Húseining kynnir raðhús
Lagt fram til kynningar
4.2. Veðurstofan, Tómas Jóhannesson 14.04.2019 – áskorun til stjórnvalda um uppbyggingu varnarvirkja gegn ofanflóðum.
Bæjarstjóra falið að skrifa undir áskorunina fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar.
5. Samstarf sveitarfélaga:
5.1. Aðalfundur SSA - 07.04.2019 – fundarboð
Fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum verða Hildur Þórisdóttir, Rúnar Gunnarsson og Elvar Snær Kristjánsson.
5.2. SSA 07.04.2019 - fundargerð stjórnar frá 12.03.2019
Fundargerð lögð fram til kynningar.
5.3. Samantekt frá fjórum íbúafundum sameininganefndar.
Samantektir lagðar fram til kynningar.
6. Íslenska Gámafélagið - 26.03.2019 – klippikort fyrir Seyðisfjarðarkaupstað
Bæjarráð samþykkir að leitað verði eftir uppfærðri tillögu og kostnaðaráætlun við innleiðingu á klippikorti fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir og bera tillögu og áætlun undir bæjarráð.
7. Smyril line – 09.04.2019 – væntanlegur fundur með stjórnendum
Málið kynnt og von er á fundi með stjórnendum í sumar.
8. Mögulegur afsláttur af á byggingarleyfisgjöldum
Bæjarstjóra falið að leita eftir ráðleggingum varðandi útfærslum á afslætti af byggingarkostnaði.
9. Niðurfelling fasteignaskatts – viðmiðunarfjárhæðir 2019
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur og viðmiðunarfjárhæðir varðandi afslátt af fasteignaskatti verði óbreyttar fyrir 2019. Og endurskoðaðar við næstu fjárhagsáætlunargerð.
10. DropBox – Staðfesting persónuverndarfulltrúa varðandi málið
Lagt fram til kynningar.
11. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Ósk um gögn vegna fjárhagsáætlunar 2019 - 2022 – drög að svarbréfi.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðu bréfi til samþykktar í bæjarstjórn.
12. Herðubreið – samantekt og tillaga að tímabundnum rekstrarsamningi
Málið áfram í vinnslu.
13. Bláa kirkjan – þakkarbréf
Lagt fram til kynningar.
14. Hafnargata 11 – drög að bréfi til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Bæjarráð samþykkir að framlagt bréf verði sent til Fjármála- og Efnahagsráðuneytisins.
15. Steinholt – fyrirspurn frá Ernu Helgadóttur
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Ernu Helgadóttur um leigu á jarðhæð Steinholts. Bæjarstjóra er falið að bjóða tímabundinn húsaleigusamning byggðan á ákvörðun bæjarráðs um leiguverð.
16. Fjármál
Yfirdráttarheimild samþykkt, bæjarstjóra falið að upplýsa bæjarráð um notkun hverju sinni.
17. Aldarafmæli fullveldis Íslands
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 20:39.