2469. bæjarráð 22.05.19

2469. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 22. maí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttir L – lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð Ferða- og menningarnefndar frá 13.05.2019

Varðandi lið nr. 3 í fundargerð.

Bæjarráð tekur undir með áliti nefndarinnar varðandi samfélagsmiðla og markaðsáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Bæjarráð felur ferða- og menningarnefnd  að vinna drög að markaðsáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað“.

 

Fundargerð samþykkt.

 

1.2. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 13. maí 2019

Varðandi lið 7 í fundargerð.

Bæjarráð leggur til að tæknistjóri sendi bréf til íbúa á þeim svæðum þar sem tré slúta yfir gangstéttir og gefi þeim tímamörk varðandi úrbætur.“

 

Fundargerð samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Elvar greiðir atkvæði á móti.

 

2. Erindi:

2.1. Lárus Bjarnason Sýslumaðurinn á Austurlandi – 16.05.2019 – Minnisblað um praktísk áhrif sameininganna 2015.

„Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af langvarandi fjársvelti sýslumannsembættanna í kjölfar sameininga og gildistöku laganna nr. 50/2014. Ljóst er að sá niðurskurður sem átt hefur sér stað hefur komið niður á þjónustustigi við íbúa á svæðinu. Minnt er á þau fyrirheit sem gefin voru við aðskilnað Sýslumanns og Lögreglu um auknar fjárveitingar og verkefni.“

 

2.2. Guðrún Veturliðadóttir – 18.05.2019 – Annað rokkár Stelpur Rokka! Austurland.

Bæjarráð samþykkir styrk að sömu upphæð og á síðasta ári og færist kostnaðurinn á lykil 9191 deild 2159.

 

2.3. Ríkiskaup  - 17.05.2019 – Aðild að RS Raforku.

Bæjarstjóra falið að óska eftir þátttöku í útboði á raforkukaupum.

 

2.4. Björn Ingimarsson – 14.05.2019 – Innleiðing persónuverndarlöggjafar og persónuverndarfulltrúi.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Fljótsdalshéraðs varðandi framlenginu á samningi um persónuverndarfulltrúa.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. 12. Fundargerð sameiningarnefndar frá 08.04.2019.

Lögð fram til kynningar.

 

3.2. 13. Fundargerð sameiningarnefndar frá 23.04.2019.

Lögð fram til kynningar.

 

3.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi fundargerð 11. Fundar stjórnar SSA frá 2. apríl 2019.

Lagt fram til kynningar.

 

3.4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands – 149. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 20.05.2019.

Lagt fram til kynningar

 

4. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða

Umræður um málið og bæjarstjóra falið að fara á fund með sjóðnum til að ræða um stöðu verkefnisins.

 

5. Sumarleyfi 

Umræður um málið.

 

6. Fjarðarheiðargöng

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum varðandi stöðu mála hjá vinnuhópi um leiðarval sem starfar á vegum Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytisins.

 

7. Mögulegur afsláttur af byggingargjöldum

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

 

8. Líf og sál

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

 

 

Fundi slitið kl. 18:28.