2470. bæjarráð 29.05.19

2470. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 29. maí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttir L – lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Velferðarnefnd 50. fundur frá 21.05.2019.

Varðandi lið nr. 5, erindi frá blakdeild Hugins.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar og íþróttafulltrúa.

Varðandi lið nr. 2 í fundargerð Málefni íþróttamannvirkja.

Arna Magnúsdóttir og Máni Stefánsson mæta undir þessum lið kl. 17:00

Arna og Máni kynna hugmyndir um útvíkkun starfs íþróttafulltrúa, bæjarstjóra falið að vinna málið áfram ásamt atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa.

Arna og Máni víkja af fundi kl. 17:43

 

Fundargerð samþykkt.

 

1.2. Fræðslunefnd 4. fundur frá 27.05.2019.

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Vilhjálmur Jónsson – 27.05.2019 – Kvörtun vegna meðferðar bréfpósts.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun vegna kvörtunar Vilhjálms Jónssonar dags 27.05.2019

Í kvörtun Vilhjálms Jónssonar er ýjað að því að bæjarstjóri hafi verið að hnýsast í hans einkapóst. Því fer fjarri og undirrituð vísar því algjörlega á bug. Hið rétta í málinu er að bréf barst til kaupstaðarins 3. maí s.l., stílað á Seyðisfjarðarkaupstað bt. Vilhjálms Jónssonar, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði. Starfsmaður kaupstaðarins sem venju samkvæmt opnar póst sveitarfélagsins, áleit að pósturinn væri ætlaður núverandi bæjarstjóra. Bæjarstjóri hafði samband við Skipulagsstofnun varðandi erindið og í ljós kom að hér væri um mistök að ræða. Starfsmaður Skipulagsstofnunar ályktaði ranglega að þarna væri um að ræða erindi sem bæjarráð hafði falið Vilhjálmi að inna af hendi og sendi erindið því til kaupstaðarins. Var starfsmaður Skipulagsstofnunar vinsamlegast beðin um að leiðrétta mistökin sem hún og gerði. Skipulagsstofnun afturkallaði þá bréfið og sendi Vilhjálmi leiðrétt bréf og kaupstaðnum afrit. Kvörtuninni er því vísað á bug og Vilhjálmur hvattur til að leita til Skipulagsstofnunar um skýringar á þessum leiðu mistökum. 

Bæjarstjóri

 

2.2. Vilhjálmur Jónsson – 28.05.2019 – Fyrirspurnir sbr. fundargerð bæjarráðs nr. 2466.

Svör hafa ekki ennþá borist frá Skipulagsstofnun og úrskurðarnefnd Umhverfis og Auðlindarmála og skoðunarskýrslur liggja ekki fyrir.

 

2.3. Persónuverndarfulltrúi – 13.05.2019 – minnisblað – Sey – miðlun gagna til fulltrúa.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og að ræða við persónuverndarfulltrúa.

 

2.4. Íbúðalánasjóður – 22.05.2019 – Fréttabréf Íbúðalánasjóðs 1 tbl.

Lagt fram til kynningar.

 

2.5. Unicef á Íslandi – 20.05.2019 – Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Erindinu vísað til velferðarnefndar til umfjöllunar.

 

2.6. Nefndarsvið Alþingis – 20.05.2019 – Til umsagnar 753. mál frá nefndarsviði Alþingis.

Lagt fram til kynningar.

 

2.7. Starfsgreinasambandið – 28.05.2019 – Starfsgreinasambandið og Efling vísa kjaradeilu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundur um skíðasvæðið í Stafdal Egilsstöðum, haldinn 28. maí 2019.

Bæjarstjóra og íþróttafulltrúa falið að athuga með möguleika á auka fjárframlagi til reksturs skíðasvæðisins árið 2019.

 

4. Afsláttur vegna byggingagjalda

Bæjarstjóra falið að vinna drög að reglum vegna niðurfellingu gatnagerðargjalda tímabundið og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

 

5. Fjármál

Bæjarstjóra falið að undirbúa lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

 

6. Kaffispjall – íbúum boðið til skrafs og ráðagerða.

Umræður.

 

 

Fundi slitið kl. 18:53.