2472. bæjarráð 12.06.19

2472. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 12. júní 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 16.00. 

  

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Erindi:

1.1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – 07.06.2019 – álit ráðuneytisins á framkvæmd ráðningar bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Með bréfi dags. 2. ágúst s.l. óskuðu bæjar- og varabæjarfulltrúarnir Oddný Björk Daníelsdóttir, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Skúli Vignisson eftir áliti ráðuneytisins á framkvæmd ráðningar bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í bæjarstjórn sveitarfélagsins.

Það er niðurstaða ráðuneytisins að ráðningarferlið sem slíkt og niðurstaða þess gefi ekki sérstakt tilefni til formlegrar umfjöllunar um málið á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Þá telur ráðuneytið að sá ágalli sem var á ákvörðun um auglýsingu starfsins sé ekki það verulegur að gefi tilefni til slíkrar umfjöllunar eða beitingu annarra úrræða af hálfu ráðuneytisins á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga. Er málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. 

Erindinu vísað til bæjarstjórnar til umfjöllunar.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. SSA - 9. júní 2019 - Haustþing SSA 11.- 12. október - gisting

Seyðisfjarðarkaupstaður mun senda þrjá fulltrúa auk bæjarstjóra á haustþing SSA á Borgarfirði eystri í október.

2.2. SSA - 9. júní 2019 - Fundargerðir - til kynningar.

Lagðar fram til kynningar.

 

3. Sumarlokun bæjarskrifstofu

Lagt er til að sumarlokun skrifstofunnar verði frá 8. júlí til 5. ágúst.

Tillaga samþykkt.

 

4. Jafnlaunavottun

Umræða um málið og bæjarstjóra falið að setja málið í farveg.

 

5. Sirkus - bráðabirgðaleyfi 

Sirkus hefur fengið bráðabirgðareksrarleyfi í flokki II að Austurvegi 23.

Lagt fram til kynningar.

 

6. Stefna - 3. júní - Skráarkerfi

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Stefnu um aðgang að skráarmiðlunarkerfi.

 

7. Bréf til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna liðar 3, í 1747 fundargerð bæjarstjórnar. 

Bæjarstjóra falið að leggja drög að bréfi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

Fundi slitið kl. 17.23.