2476. bæjarráð 18.07.19
2476. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.
Hildur Þórisdóttur L –lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Erindi:
1.1. Sýslumaðurinn á Austurlandi – 12.07.2019 – beiðni umsagnar vegna umsóknar um Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga sem viðbót við gildandi rekstrarleyfi – Kaffi Lára.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til El Grilló ehf í Kaffi Láru á LungA 2019 á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem borist hafa frá Sýslumanninum á Austurlandi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki fasteignaeigenda sem hlut eiga að máli. Enda liggi fyrir að það gengur ekki gegn:
Byggingarleyfi og skipulagsskilmálum.
Lokaúttekt á húsnæði.
Afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og eða leyfi gefið til. Í því sambandi er vísað til lögreglusamþykktar Seyðisfjarðarkaupstaðar númer 670/2017 og viðeigandi ákvæða hennar s.s. 4. greinar og IV. kafla hennar.
Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir
Kröfum heilbrigðisnefndar um m.a hljóðvist.
Kröfum slökkviliðs um brunavarnir.
Samþykkt með tveimur atkvæðum Rúnars og Hildar, Elvar Snær situr hjá.
1.2. Sýslumaðurinn á Austurlandi – 13.06.2019 – beiðni umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga Tækniminjasafns Austurlands í Angró.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til Tækniminjasafns Austurlands í Angró á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem borist hafa frá Sýslumanninum á Austurlandi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki fasteignaeigenda sem hlut eiga að máli. Enda liggi fyrir að það gengur ekki gegn:
Byggingarleyfi og skipulagsskilmálum.
Lokaúttekt á húsnæði.
Afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og eða leyfi gefið til. Í því sambandi er vísað til lögreglusamþykktar Seyðisfjarðarkaupstaðar númer 670/2017 og viðeigandi ákvæða hennar s.s. 4. greinar og IV. kafla hennar.
Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir
Kröfum heilbrigðisnefndar um m.a hljóðvist.
Kröfum slökkviliðs um brunavarnir.
Fundi slitið kl. 16:44.