2477. bæjarráð 24.07.19

2477. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 24. júlí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttur L –lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Í upphafi fundar óskaði Elvar Snær afbrigða þannig að liður í dagskrá nr. 2.1. verði liður nr. 2.2. 

Afbrigði hafnað.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Umhverfisnefnd frá 16.07.2019

Bæjarráð tekur undir með umhverfisnefnd og sér ekkert því til fyrirstöðu að samþykkt verði stækkun lóðar um 32 m2 skv. afstöðumynd af aðaluppdrætti. Lóðabreytingin felst í 1 m stækkun samhliða austurhlið hússins, úr 4 m í 5 m. Bæjarráð samþykkir því fyrir sitt leiti að loknu grenndarkynningarferli verði byggingarleyfi gefið út ef öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Beiðni um umsögn vegna breytingar á umsókn á gildandi rekstrarleyfi Sirkuss.

Bæjarstjóra falið að kalla eftir þeim gögnum sem þurfa að liggja fyrir, málinu frestað til næsta fundar.

2.2. Kvörtunarbréf frá íbúum á Austurvegi 29 vegna lóðarframkvæmda á Austurvegi 23. dags. 18.07.2019.

Bæjarstjóra falið að að senda umbeðin gögn og að bjóða bréfriturum á næsta fund bæjarráðs.

2.3. Umsagnarbeiðni vegna strenglagningar í Austdal við Seyðisfjarðarkaupstað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða strenglagningu í Austdal við Seyðisfjarðarkaupstað með fyrirvara um að leiðbeiningum Minjastofnunar verði framfylgt.

2.4. Stjórnarferð Rarik um Austurland dagana 28. – 29. ágúst nk..

Bæjarráð þiggur gott boð og óskar eftir því að fundurinn fari fram 29. ágúst.

2.5. Skipulagsstofnun 10.07.2019 - Strandarvegur 21, Seyðisfirði – fyrirspurn um óverulega breytingu á aðalskipulagi.

Um skipulag svæðisins gilda lög nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum því er áréttað að umrædd lóð er staðsett á hættusvæði C samkvæmt staðfestu hættumati fyrir Seyðisfjarðarkaupstað, sem tók gildi 5. júlí 2002 og að skipulag skal vera í samræmi við staðfest hættumat, sbr. 5. mgr. 4.gr. umræddra laga og 16. gr reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða nr. 505/2000 með síðari breytingum.

Samkvæmt 20. gr. reglugerðarinnar er heimilt „að breyta íbúðar- og atvinnuhúsnæði þó þannig að heildaráhætta á viðkomandi svæði aukist ekki, t.d. með fjölgun íbúða eða fjölgun starfsmanna“. Að mati Skipulagsstofnunar getur breyting á skipulagi til að heimila starfsemi gististaðar á svæðinu ekki talist í samræmi við hættumat svæðisins, að óbreyttum forsendum. Til þess að slík starfsemi geti komið til álita á svæðinu þarf að vera sýnt fram á að áhætta sé ásættanleg, eftir því sem við á, sbr. 11. gr. framangreindrar reglugerðar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð fundar í Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Austurlandi frá 31. maí 2019.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að almannavarnir verði virkar á Seyðisfirði og tekur undir nauðsyn þess að sérstakur starfsmaður verði ráðinn til þess að koma á aðgerðastjórnstöð á Seyðisfirði.

3.2. 16. Fundur samstarfsnefndar 02.07.2019

3.3. 17. Fundur samstarfsnefndar 12.07.2019

3.4. 18. Fundur samstarfsnefndar 16.07.2019

Fundargerðir 16, 17 og 18 funda samstarfsnefndar lagðar fram til kynningar, athygli er vakin á því að allar fundargerðir samstarfsnefndar er að finna á vefsíðunni www.svausturland.is

 

4. Umhverfisstofnun - 12.07.2019 – Samráð – Stefna í úrgangsmálum.

Málinu vísað til umhverfisnefndar.

 

5. Klippikort – næstu skref

Bæjarstjóra falið að setja málið í farveg, stefnt er að því að taka klippikortið í notkun 1. október 2019.

 

6. Fjárhagsáætlun 2020 

Sigurður Álfgeir Sigurðsson ráðgjafi frá Deloitte mætir undir þessum lið kl. 17:00  til þess að fara yfir drög að fjárhagsrömmum ofl. varðandi fjárhagsáætlunarvinnu Seyðisfjarðarkaupstaðar 2020.

Sigurður yfirgaf fundinn kl. 18:30.

 

7. Umráðaréttur yfir Hafnargarðinum og framsalsréttur á honum. 

Bæjarstjóra falið að taka saman gögn um málið og að leggja fyrir fund bæjarráðs.

 

8. Tjaldsvæði utan skipulags tjaldsvæðis. 

Bæjarráð telur mikilvægt að skoðaðir verði ferlar varðandi leyfisveitingar um tjöldun utan skilgreinds tjaldsvæðis.

 

 

Fundi slitið kl. 19:08.