2479. bæjarráð 07.08.19

2479. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L –lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Dagskrá:

1. Sigríður Guðlaugsdóttir og Jóel Briem  mæta á fund bæjarráðs vegna Sirkus. 

Farið var yfir kvörtun nágranna og mögulegar lausnir á málinu. Rekstraraðilar Sirkus eru viljugir að verða við tilmælum um að lagfæra það sem bent hefur verið á að ekki er samkvæmt reglum þ.m. t. er hljóðvist, jarðvegsmön, pallur og gámur. Bæjarstjóra er falið að vinna að því að hávaðamæling fari fram í samvinnu við HAUST.  Málið áfram í vinnslu.

 

2. Olíumengun og ungadauði í Seyðisfirði. 

Umræður voru um þetta viðvarandi vandamál sem olíulekinn úr El Grilló veldur í firðinum. Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að skrifa bréf til Breska sendiráðsins og Umhverfisráðherra í þeim tilgangi að leita varanlegrar lausnar á þeim umhverfisspjöllum sem olíulekinn veldur árlega. Sem og lausnum til þess að fyrirbyggja að stórslys geti orðið af völdum þeirrar olíu sem enn liggur í skipinu.

 

3. Erindi:

3.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 31.07.2019 – fyrirmynd að gjaldskrá byggingarfulltrúaembætta.

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar, umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

3.2. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi – 06.08.2019 – Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sveitarfélögin – LÝSA 2019.

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.