2482. bæjarráð 11.09.19

2482. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 11. september 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir í stað Rúnars Gunnarssonar formaður L – lista.

Þórunn Hrund Óladóttir L –lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

 

Fundargerð ritaði Þórunn Hrund.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundagerðir:

1.1. Umhverfisnefnd 02.09.2019

Vegna liðar 3 Fjörður 4.  Stækkun lóðar, drög að samningi.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar vegna stækkunar lóðar fyrir Fjörð 4 til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Vegna liðar 4 Leirubakki 9 – Umsókn um nýjan lóðaleigusamning.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa ásamt umhverfisnefnd falið að vinna málið áfram.

Liður 5 – Hlíðarvegur 12 – umsókn um stækkun á byggingareit var afgreiddur á 1753. fundi bæjarstjórnar.

Vegna liðar 6 Gamla Apótekið – umsókn um endurnýjun rekstarleyfis.

Bæjarráð vísar tillögu umhverfisnefndar um umsögn vegna umsóknar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Vegna liðar 7 – Umhverfisstofnun 12. O7. 2019 – Samráð – Stefna í úrgangsmálum.

Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Vegna liðar 8 Miðbæjarskipulag – Möguleg lausn.

Bæjarráð kallar eftir nánari upplýsingum um þær hugmyndir sem þar koma fram og óskar eftir því að ekki verði farið í fyrirhugaðar framkvæmdir fyrr en allar upplýsingar  liggja fyrir.

Liður 13 Fjallskil – tillaga að nýjum umsjónaraðila –

var afgreiddur á 1753. fundi bæjarstjórnar.

Liður 14 Ljósleiðari – strenglagning um Austdal –

Var afgreiddur á 1753. fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar lið 15  -Umsókn um nýtt námuleyfi aftur til umhverfisnefndar.

Fundargerð samþykkt.

 

1.2. Ferða- og menningarnefnd frá 02.09.2019

Lið 1. b. vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Bæjarráð leggur til að forstöðumaður tjaldsvæðisins, ásamt AMÍ fulltrúa geri drög að fjögurra ára viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu tjaldsvæðisins fyrir fjárhagsáætlun kaupstaðarins.

Vegna liðar 1. c er bæjarstjóra falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir ferða – og menningarnefnd sem og bæjarráð.

Vegna liðar 2, merkingar og skilti, tekur bæjarráð undir með nefndinni og fagnar því að íbúar séu að koma ábendingum á framfæri á réttum stöðum.

AMÍ fulltrúa falið að koma með tillögu að leiðbeinandi skiltum og staðsetningu þeirra.

Vegna liðar 7 samþykkir bæjarráð tillögu nefndarinnar um að fá formlega stöðuskýrslu á útistandandi verkefnum styrktum af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá byggingarfulltrúa.

Fundargerð samþykkt.

 

1.3. Fræðslunefnd frá 27.08.2019

Vegna liðar 1 óskar bæjarráð eftr því að innramatsskýrsla og úrbótaáætlun grunnskóladeildar verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi: 

2.1 Verkís - 04.09.2019 – Bygging við Múlaveg.

Fyrir liggur minnisblað frá 30. ágúst þar sem farið var yfir hugmynd að byggingu fjölbýlis við Múlaveg.   

Bæjarráð þakkar sýndan áhuga á byggingu húsnæðis á Seyðisfirði. Fyrirhugaður er fundur með Íbúðalánasjóði þar sem þeirra hugmyndir um tilraunasveitafélagið Seyðisfjörð verða kynntar. Formanni bæjarráðs er falið að svara erindinu þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

2.2 Erindi frá Blakdeild Hugins, framhald.

Bæjarráð bendir Blakdeildinni á að vísa erindi sínu til stjórnar Hugins með vísan til samstarfssamnings bæjarins og Hugins.

2.3 Ólafía Stefánsdóttir 05.09.2019 – fyrirspurn

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarverkstjóra að gera bráðbirgðalagfæringu á vegi milli Múlavegar og heilsugæslunnar. Framtíðarlagfæringu á þessum kafla er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

2.4 Persónuvernd – 26.08.2019 – Úttekt Persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa

Lagt fram til kynningar.

2.5 Mannvirkjastofnun 26.08.2019 – skil byggingarfulltrúa á gögnum í rafrænt gagnasafn Mannvirkjastofnunar.

Byggingafulltrúa falið að skrá tilskilin gögn í gagnasafn Mannvirkjastofnunar – Byggingargátt.

2.6 Samtök orkusveitarfélaganna 02.09.2019 – fundargerð 37. Fundar stjórnar

Lögð fram til kynningar.

2.7 Slysavarnadeildin Rán – 27.09.2019 – skýrsla vegna slysagöngu

Bæjarstjóra falið að bjóða Slysavarnardeildinni að koma og kynna skýrsluna fyrir bæjarstjórn 

2.8 Samband Íslenskra sveitarfélaga – 26.06.2019 – Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og að bæjarstjóri verði tengiliður sveitarfélagsins.

2.9 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 05.09.2019 – Tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga og reglur um fjárhagslegan stuðning jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga 

 Sjá nánar hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1465  

 Sjá drög að reglum hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1474

Lögð fram til kynningar.

 

3. Útsending á bæjarstjórnarfundum

Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

 

4. Steinholt

Ákvarðanatöku um framtíð Steinholts vísað til bæjarstjórnar.

 

5. Starfsmannamál

Jónína Brá Árnadóttir hefur sagt upp starfi sínu sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi og eru starfslok hennar 30. nóvember næstkomandi.

Bæjarráð þakkar Jónínu vel unnin störf.

Bæjarráð vísar starfslýsingu vegna starfsins til Atvinnu – og framtíðarmálanefndar, ferða – og menningarnefndar og velferðarnefndar til yfirferðar. 

 

6. Fundir bæjarfulltrúa næstu vikur og mánuði

Farið yfir fundi sem framundan eru.

 

7. Samstarf sveitarfélaga

19. Fundur samstarfsnefndar frá 19.08.2019.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

8. Göngustígur á milli Miðtúns 13 og Miðtúns 16

Bæjarráð áréttar bókun frá 2480. fundi bæjarráðs þar sem kallað er eftir tillögum að úrbótum frá skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

9. Fjármál

Vilhjálmur leggur fram eftirfarandi bókun:

Bókun minnihluta vegna fjármálastjórnar kaupstaðarins.

Á 1753. fundi bæjarstjórnar lagði bæjarfulltrúinn Oddný Björk Daníelsdóttir fram bókun þar sem lýst er áhyggjum af þróun fjármálastjórnar kaupstaðarins og hvernig hún geti talist ábyrg fjármálastjórn með vísan til framúrkeyrslu umfram fjárheimildir fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2019 og kosningaloforða L-listans fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar.

Viðbrögð meirihlutans sem fram koma í bókun bæjarstjóra geta vart talist annað en árás á bæjarfulltrúann Oddný Björk Daníelsdóttur og aðför að starfsfólki og endurskoðanda kaupstaðarins. Fullyrðingar um bókhaldsóreiðu eru í engu samræmi við vandaða skýrslu endurskoðanda sem lögð var fram við seinni umræðu um ársreikning fyrir árið 2018 þar sem gerð er grein fyrir reikningshaldi kaupstaðarins og ýmsu er það varðar. Fullyrðing um að afkoma A-sjóðs (sem reyndar er ekki skilgreindur í bókhaldi kaupstaðarins og því óþekktur) sé góð og vísa þar til óafstemms uppgjörs úr fjárhagskerfi virkar eins og tilraun til blekkingar. Viðbrögð meirihlutans eru heldur ósmekkleg í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi fjármálastjórn kaupstaðarins árið 2019.

 

Greinargerð í fylgiskjali

 

10. Deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg

Tillaga vegna deiliskipulags við Hlíðarveg og Múlaveg í Seyðisfjarðarkaupstað lögð fram af Elvari Snæ fyrir hönd minnihlutans. 

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisnefnd að taka nú þegar fyrir að nýju deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg í Seyðisfjarðarkaupstað og koma því í rétt ferli þannig að framkvæmdaaðilar á svæðinu verði ekki fyrir frekari töfum en þegar er orðið.

Greinargerð í fylgiskjali 

Elvar Snær Kristjánsson

Vilhjálmur Jónsson

 

Tillaga felld með atkvæðum Hildar og Þórunnar. Elvar Snær greiðir atkvæði með tillögunni.

 

Þórunn leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihlutans.

Bæjarstjóra er falið að kanna stöðu mála varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Hlíðarveg og Múlaveg og upplýsa bæjarráð um stöðuna.

Greinargerð í fylgiskjali 

 

Tillaga samþykkt með þremur greiddum atkvæðum.

Greinargerð í fylgiskjali.

 

11. Umhverfismál stofnana

Hildur ber upp eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð samþykkir að forstöðumenn skipti út hreinlætisvörum þannig að þær verði svansmerktar eftir því sem nokkur kostur er. Strangar kröfur svansins um lágmörkun umhverfisáhrifa tryggja að svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Bæjarráð felur Umhverfisnefnd að undirbúa gerð umhverfisstefnu og leggja mat á kostnað við gerð hennar sem verður tekin til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

 

Tillaga samþykkt með þremur greiddum atkvæðum.

 

 

Fundi slitið kl. 21:38.