2483. bæjarráð 18.09.19

2483. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 18 september 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir í stað Rúnars Gunnarsdóttur L –lista, formaður.

Arna Magnúsdóttir í stað Þórunnar Hrundar Óladóttur  L – lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Erindi:

1.1. Philip Vogler – 10.09.2019 – Gangandi vegfarendur á þjóðvegskantinum upp að Gufufossi.

Bæjarráð þakkar kærlega fyrir þarfa og góða ábendingu. Bæjarráð felur AMÍ fulltrúa að skoða málið samhliða göngustígauppbyggingu sem nú þegar er komin í vinnslu í samstarfi við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Rétt er að athuga hvort ekki þurfi að setja göngustíg upp að Gufufossi í forgang.

1.2. Orkusjóður – 16.09.2019 - Sérstakir styrkir til verkefna sem leiða til lækkunar á óniðurgreiddri rafkyndingu.

Lagt fram til kynningar.

 

2. Tækjakaup slökkviliðs

Umræður um málið. Rætt var um hlutdeild í meiraprófskostnaði fyrir slökkviliðsmenn. Bæjarráð samþykkir að vísa því til fjárhagsáætlunar.

 

3. Eygló B. Jóhannsdóttir – 11.09.2019 - Beiðni um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum

Með vísan í 30. gr. sveitarstjórnarlaga óskar Eygló B. Jóhannsdóttir fulltrúi B-lista eftir leyfi frá störfum sem aðaláheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd, varaáheyrnarfulltrúi í bæjarráði og varafulltrúi í bæjarstjórn frá og með 11. september 2019 og fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar árið 2020.

 

Bæjarráð samþykkir að veita henni leyfi fyrir sitt leyti og vísar beiðninni áfram til bæjarstjórnar.

 

4. Göngustígur í Miðtúni – Minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa

Umræður um snjómokstur. Bæjarstjóra falið að boða bæjarverkstjóra á næsta fund bæjarráðs.

 

5. Tilraunasveitarfélagið Seyðisfjörður – Íbúðalánasjóður, tillögur að lausnum  

Fulltrúar Íbúðalánasjóðs koma til fundar við fulltrúa bæjarstjórnar þann 25. september n.k. og fer fundurinn fram á skrifstofu kaupstaðarins kl. 10. Þar verður farið yfir tilllögur að lausnum varðandi húsbyggingar á landsbyggðinni.

 

6. Fundir samhliða Fjármálaráðstefnu

Umræður um skipulag funda.

 

7. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga

Fram kemur í tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga að gæta skal að sjálfstjórn sveitarfélaga og rétti þeirra til að ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar leggur áherslu á að frekari hvatar skulu vera til staðar til sameiningar smærri sveitarfélaga í stað lögþvingunar með hækkun lágmarks íbúafjölda í þrepum en varhugavert gæti verið að sameina sveitarfélög á þann hátt. Forsendurnar þurfa fremur að vera efnahagslegar, félagslegar og til aukinnar sjálfbærni auk þess sem huga verður að landfræðilegum aðstæðum. Í tillögunni er fjallað um byggðaþróun og sjálfbærni sveitarfélaga en setja þarf aukinn þunga í byggðamál með styrkingu nauðsynlegra innviða eins og samgöngur, fjarskipti og heilbrigðismál. Mannfjöldaþróun hefur verið neikvæð fyrir landsbyggðina en Hagstofa Íslands spáir fólksfækkun á Austurlandi eftir árið 2024. Þessari þróun má snúa við með markvissri og öflugri byggðastefnu þar sem mikilvægir innviðir eru styrktir verulega og nýir byggðir upp svosem háskóla- og rannsóknarstarfsemi.

 

8. Starfslok starfsmanna sveitarfélagsins

Málin rædd og eru áfram í vinnslu.

 

9. Gangstéttir í Bjólfsgötu 

Fyrir fundinum liggur tilboð í lagningu gangstéttarhellna frá Hellur og lagnir ehf. Fyrirhugað er að laga gangstéttir í Bjólfsgötu og að framkvæmdir hefjist um 25 september n.k. Bæjarstjóra falið að fara yfir málið með bæjarverkstjóra og byggingarfulltrúa með það í huga að gera endurbætur á gangstéttum sem fyrir eru með fyrirvara um að það rúmist innan fjárheimilda.

 

 

Fundi slitið kl. 18:41.