2485. bæjarráð 30.09.19

2485. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Mánudaginn 30. september 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson L –lista, formaður.

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L-lista

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fræðslunefnd 24.09.19

Starfsáætlun verður tekin fyrir í vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og því vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Oddný B Daníelsdóttir, Sveinn Ágúst Þórsson og Elfa Hlín Pétursdóttir – 26.09.2019 - Seinagangur í afgreiðslu beiðnar um gögn hjá byggingafulltrúa.

Bæjarstjóri hefur nú þegar ýtt við byggingarfulltrúa með að afgreiða málið eins fljótt og unt er. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

 

2.2. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna – 25.09.2019 – Eldvarnarátakið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja eldvarnarátakið í samræmi við styrkveitingu fyrri ára og felur bæjarstjóra að svara erindinu. Styrkurinn verður bókfærður á deild 2159 á lykil 9191.

 

2.3. Frá nefndarsviði Alþingis – 26.09.2019. - 26. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

 

2.4. EBÍ – 26.09.2019. - fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.

Lagt fram til kynningar.

 

2.5. Skógræktin – 26.09.2019. - Landshlutaáætlanir í skógrækt - fundur með svf. á Austurlandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

2.6. Ungt Austurland – 24.09.2019 – Styrkumsókn.

Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni og felur bæjarstjóra að svara erindinu. Styrkurinn verður bókfærður á deild 2159 á lykil 9191.

 

2.7. Nefndarsvið Alþingis – 26.09.2019 – 101 mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

 

2.8. Tré lífsins.

Bæjarstjóra falið að óska eftir frekari kynningu  á verkefninu.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. SvAusturland – 24.09.2019 – helstu lykilstærðir A hluta 2018 – 2022

Lagt fram til kynningar.

 

4. HAUST skoðunarskýrsla vegna Sundhallar

Bæjarstjóra falið að fara yfir málið með forstöðumanni sundhallar og bæjarverkstjóra.

 

5. Deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg 

Umræður um málið.

 

6. Fjármál 

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31.08.19 og farið yfir ýmiss atriði varðandi rekstur og framkvæmdir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn tillögu að eftirfarandi viðaukum við fjárhagsáætlun 2019:

Viðauki nr. 2, Deild 0001 Útsvar (Aðalsjóður): Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjur samtals 2.000.000 króna

Viðauki nr. 3, Deild 2210 Lífeyrisskuldbindingar (Aðalsjóður): útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 10.000.000 krónur.

Viðauki númer 4, deild 0561 Félagsheimilið Herðubreið (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.100.000 krónur.

Viðauki númer 5, deild 1061 Snjómokstur (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 5.000.000 krónur.

Viðauki númer 6, deild 21011 Sveitarstjórn (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.500.000 krónur.

Viðauki númer 7, deild 2106 Endurskoðun og Ráðgjöf (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 9.000.000 krónur

Viðauki númer 11, deild 0922 Aðalskipulag (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.600.000 krónur. Deild 0923 Deiliskipulag (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.000.000 krónur. Deild 0951 Byggingarfulltrúi (Aðalsjóður): Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.600.000 krónur.

Viðauki númer 8, deild 31102 Viðhald ósundurliðað, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 5.000.000 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: Deild 3250 32-ÍÞRÓTTA, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.400.000 krónur. Niðurstaða viðaukans er 4.600.000 krónur, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

 

Nettóbreyting viðauka nemur 400.000 tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé um 1.000.000 króna.

 

Tillögur samþykktar af Þórunni Hrund og Rúnari en Elvar situr hjá.

 

7. Herðubreið – 26.09.2019 – Budget proposal 

Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að eiga fund með umsjónarmönnum Herðubreiðar til þess að fara yfir stöðu mála.

 

8. Knattspyrnuvöllurinn við Garðarsveg – staða mála 

Bæjarstjóra falið að hafa samband við Eflu og að koma á fundi með þeim og bæjarstjóra, byggingarfulltrúa og fulltrúa knattspyrnudeildar Hugins.

 

9. Varmalausnir ehf – 27.09.2019 – Seyðisfjörður – tækifæri 

Bæjarstjóra falið að kanna málið nánar.

 

Fundi slitið kl.