2500. bæjarráð 26.02.20

2500. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Hildur Þórisdóttir L-lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - Lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir .

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Velferðarnefnd frá 18.02.2020

Varðandi lið 3 í fundargerð, bæjarráð þakkar fyrir tillögurnar í minnisblaðinu og væntir þess að þær verði settar í gagnabankann til úrvinnslu fyrir forstöðumann og AMÍ fulltrúa.

Varðandi lið 4 í fundargerð þá hefur bæjarstjóri nú þegar falið bæjarverkstjóra að leysa málið.

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. HSAM og AMÍ fulltrúi – 19.02.2020 – Heilsuefling eldri borgara, HSAM 2020

Sótt er um styrk til kaupa á Hreyfispjöldum til heilsueflingar fyrir eldri borgara á Seyðisfirði. Heildarkostnaður miðað við 80 stokka er 280.800 kr. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að bóka styrkinn á deild 2159 lykil 9991.

2.2. Umhverfisstofnun 19.02.2020 – Bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland, óskað eftir ábendingum.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga – 21.02.2020 – Umsögn um frumvarp um eignarhald og nýtingu bújarða.

Lagt fram til kynningar.

2.4. – FOSA – Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu.

Tilkynnt er um verkfallsaðgerðir félags opinberra starfmanna á Austurlandi sem hefjast

9. mars nk. Um er að ræða 6 tímabundin verkföll og eitt ótímabundið í lokin.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundur undirbúningsstjórnar nr. 1 frá 21.11.2019

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundur undirbúningsstjórnar nr. 2 frá 09.12.2019.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundur undirbúningsstjórnar nr. 3 frá 13.01.2019

Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 18.02.2020.

Lögð fram til kynningar.

3.5. SSA – stjórnarfundir 2019 – 2020 .

Lagðar fram til kynningar.

3.6. SSA – Samgöngunefnd, fundargerðir samgöngunefndar 2018 – 2020.

Lagðar fram til kynningar.

 

4. Fjármál

Farið yfir fjármál kaupstaðarins frá 01.01.2020 – 25.02.2020. Bæjarstjóri lagði fram aðalbækur rekstrar og efnahags.

 

5. Svandís Egilsdóttir – 19.02.2020 - ósk um launalaust leyfi

Bæjarráð samþykkir að veita skólastjóra launalaust leyfi skólaárið 2020 - 2021, eða frá og með 1. ágúst 2020 eins og óskað er eftir í bréfi skólastjóra dags. 19.02.2020.

 

6. Ríkiskaup – Örútboð á raforku 20.02.2020 - trúnaðarmá 

Lagt fram til kynningar, málið áfram í vinnslu.

 

7. Starfsmannamál – trúnaðarmál 

Fært í trúnaðarbók. 

 

Fundi slitið kl. 18:02.

Fundargerð er á 3 bls.