2501. bæjarráð 04.03.20

2501. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 4. mars 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarinns, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - Lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Umhverfisnefnd frá 25.02.2020

Varðandi lið nr. 1 í fundargerð óskar bæjarráð eftir skipulagstillögu og rökstuðningi sem henni fylgir svo hægt verði að afgreiða tillöguna á næsta fundi bæjarstjórnar.

Varðandi lið nr 3 í fundargerð leggur bæjarráð fram eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Ólafur Pétursson kt. 010478-5619 sækir um breytingu á legu lóðarinnar við Suðurgötu 2 skv. meðfylgjandi tillögu að lóðarblaði. Lóðin er með landnúmerið L155243. Heildarstærð lóðarinnar er óbreytt skv. tillögunni en ósk um nýja legu lóðamarka.

Bæjarstjórn samþykkir erindið. „

 

Varðandi lið nr. 4 í fundargerð.

Bæjarráð fagnar því að Fjarðarárvirkjun hafi falið Verkís Verkfræðistofu að uppfæra deiliskipulagið og með því verði þá hægt að ljúka þeirri vinnu. Fyrr verður ekki hægt að klára viðbragðsáætlun við stíflurofi sem bæjarstjóra var falið að kalla eftir í haust.

 

Fundargerð samþykkt.

2. Erindi:

2.1. List í ljósi – 28.02.2020 – ljósmyndir frá hátíðinni 2020

Bæjarráð þakkar List í Ljósi fyrir frábæra hátíð og ljósmyndirnar frá hátíðinni 2020.

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga– 27.02.2020 – Sameiningarnámsferð til Bergen .

Erindinu vísað til undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags.

2.3. Nefndarsvið Alþingis – 28.02.2020 – 311. mál til umsagnar.

Bæjarstjóra falið að leggja drög að umsögn vegna málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

2.4. Unicef – 25.02.2020- Barnvæn sveitarfélög – innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Bæjarráð vísar erindinu til Velferðarnefndar og undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags.  

2.5. Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur og Jón Pálsson – 01.03.2020- ósk um stuðning við að skrá sagnir eldri Seyðfirðinga í því skyni að varðveita heimildir um sögu bæjarins.

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar þakkar kærlega áhugavert og brýnt erindi og óskar eftir nánari útlistun á verkefninu. T.d. áætlaðan kostnað, fjölda vinnutíma,  tímalínu og annað sem gæti skýrt umfang verkefnisins frekar. Verkefnið fellur vel að þeim opinberu menningarsjóðum sem hægt er að fá styrki úr.  Bæjarráð er tilbúið að leggja til aðstoð við verkefnið og felur AMÍ fulltrúa að aðstoða bréfritara varðandi styrkumsóknir sé þess óskað en útilokar ekki stuðning úr bæjarsjóði.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga – 02.03.2020 – Auglýst eftir sveitarfélögum til þátttöku í samstarfsverkefni. 

Bæjarstjóra falið að hafa samband við Ragnar Þorsteinsson og lýsa yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu og til að fá frekari upplýsingar. Erindinu einnig vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Skólaskrifstofa Austurlands – 27.02.2020 – Fundargerð og bréf.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Héraðsskjalasafn Austurlands – 28.02.2020- fundargerð frá stjórnarfundi.

Erindinu vísað til ferða- og menningarnefndar til umfjöllunar.

 

4. Starfsmannamál – trúnaðarmál  

Fært í trúnaðarbók.

 

5. Ofanflóðamál og ófærð á Fjarðarheiði 

Samfélagið á Seyðisfirði hefur verið einangrað vegna ófærðar á Fjarðarheiði í tæpa viku. Á sama tíma og íbúar hafa búið við ófæra Fjarðarheiði var óvissustigi vegna snjóflóflóðahættu lýst yfir á Seyðisfirði. Áhrifin sem hljótast af slíkum aðstæðum eru veruleg. Ef koma upp slys eða alvarleg veikindi er lífi fólks ógnað en slíkt atvik kom upp laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn þegar björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Héraði börðust yfir ófæra Fjarðarheiði í 8 klst með slasaða manneskju. Á þessum tíma hafa íbúar ekki komist til og frá vinnu eða í skóla. Ekki er hægt að komast í flug né til annarra erinda. Tryggja verður öryggi íbúa og eðlilega innviði eins og greiðar samgöngur. Sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar mun taka til starfa í byrjun maí en grundvöllurinn fyrir því að sameiningin takist vel eru greiðar samgöngur milli byggðakjarna.

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar skorar á Alþingi að standa við orð sín um stóraukna innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Í óveðrinu sem geisaði fyrir jól afhjúpuðust veikir innviðir landsbyggðarinnar og ljóst að mikið verk er fyrir höndum að tryggja öryggi íbúa. Þær samgöngur sem Seyðfirðingum hefur verið gert að búa við er tímaskekkja sem hefur haft afar neikvæð áhrif á atvinnulíf og íbúaþróun á staðnum. Fjarðarheiðargöng þurfa að komast í framkvæmd hið fyrsta sem myndi leysa samgönguvanda Seyðfirðinga og styrkja byggð á Austurlandi.

 

6. Minnisblað – 28.02.2020 – Tilraunasveitarfélagið Seyðisfjörður

Lagt fram til kynningar.

 

7. Sundhöllin – kostnaðaráætlun frá arkitekt

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við arkitekt og að fara yfir heildarverkið með Böðvari Bjarnasyni.

 

8. Skólastjórafélag Austurlands 03.03.2020 – bréf til bæjarfulltrúa

Lagt fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 17:59

Fundargerð er á 4 bls.