2502. bæjarráð 18.03.20

2502. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 18. mars 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarinns, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L-lista,

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins: 

1. Fjármál. Sigurður Álfgeir fer yfir atriði varðandi ársreikning

Áfram í vinnslu.

 

2. Tilraunasveitarfélagið Seyðisfjörður, íbúðakjarni - staða mála

Sigurður Álfgeir kynnti möguleika - málið áfram í vinnslu.

 

3. Fundargerðir:

3.1. Fræðslunefnd frá 05.03.2020

Fundargerð samþykkt.

 

4. Erindi:

4.1. Arnar Klemensson 11.03 2020 - Breytingar

Arnar óskar eftir breytingum innanhúss sem fellur undir viðhald. Bæjarverkstjóra falið að framkvæma þær breytingar sem óskað er eftir.

4.2. Tryggvi Gunnarsson - 17.02 2020 - lóðarumsókn

Bæjarráð samþykkir að úthluta Tryggva Gunnarssyni lóð númer 6 við Búðarleiru og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá breytingu á deiliskipulagi til samræmis við lóðarumsókn og að ganga frá lóðasamningi við umsækjanda.

4.3. Húsnæðismál Lögreglustjórans á Seyðisfirði.

Pétur Bollason hafði boðað hafnarstjóra og starfsmenn til fundar um málið en fundurinn féll niður vegna COVID-19.

4.4. Samband ísl. sveitarfélaga - 3.3 2020 - Dagur stafrænnar framþróunar sveitarfélaga og Nýsköpunarmót fyrirtækja og sveitarfélaga- linkar með erindinu : https://www.samband.is/um-okkur/fundir-og-radstefnur/dagur-stafraennar-framthrounar-2020/ og https://stafraenframthrounsveitarfelaga.b2match.io/

Lagt fram til kynningar.

4.5. Samband ísl. Sveitarfélaga - 5.3 2020 - Fundargerð 879. fundar stjórnar sambandsins.

Lögð fram til kynningar.

4.6. Fjarðabyggð - 15.3 2020 - Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, skipulags- og matslýsing send til umsagnar hjá umsagnaraðilum.

Seyðisfjarðarkaupstaður gerir enga athugasemd.

4.7. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið – 10.3 2020 - Beiðni um sameiginlega tilnefningu sveitarfélaga í hreindýraráð.

Bæjarráð leggur til við stjórn SSA að hún skipi sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu í Hreindýraráð, líkt og gert var 2016.

 

5. COVID-19. Viðbragðsáætlun og staða mála hjá kaupstaðnum

Bæjarráð þakkar starfsfólki kaupstaðarins fyrir óeigingjarna vinnu við gerð viðbragðsáætlana og endurskipulagningu starfsstöðva kaupstaðarins í ljósi COVID-19. Unnið hefur verið í öllum atriðum út frá leiðbeiningum landlæknis og ríkislögreglustjóra.

 

6. Staða ferðaþjónustunnar í ljósi COVID-19 – minnisblað

Bæjarstjóri og AMÍ fulltrúi hafa sett sig í samband við ferðaþjónustuaðila, viðburðaskipuleggjendur, verslunar- og veitingaþjónustuaðila til þess að kanna stöðu mála í kaupstaðnum í ljósi COVID-19. Samkomubannið hefur víðtæk áhrif. Staðan er alvarleg og þurfa bæjaryfirvöld að bregðast við því með hverjum þeim ráðum sem frekast er unnt. Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir sveitarfélögum til aðstoðar sem skoða þarf vel og vandlega með tilliti til stöðu mála á Seyðisfirði. Bæjarstjóra og AMÍ fulltrúa er falið að boða hagsmunaaðila á fund um leið og hægt verður að leggja fram einhverjar lausnir atvinnulífinu til hjálpar.

 

7. Múlavegur 34-40 – minnisblað um stöðu mála lagt fram á fundinum.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með skipulags- og byggingarfulltrúa, bæjarverkstjóra og þjónustufulltrúa.

 

8. Starfsmannamál

Starfskjör skólastjóra hafa verið til umræðu og náðist samkomulag um greiðslu yfirvinnutíðar sem skólastjóra hafði verið gert að taka út í fríi en náði ekki að gera sökum anna. Skólastjóri hefur óskað eftir árs löngu launalausu leyfi og þarf að fylla það skarð. Aðstoðarskólastjórum var boðið að leysa skólastjóra af og þekktist Þórunn Hrund Óladóttir boðið, bæjarstjóra er falið að vinna drög að ráðningasamningi. Afleysing fyrir aðstoðarskólastjóra verður leyst meðal starfsmanna innan skólans, en ein kennarastaða er þar að auki laus og mun skólastjóri ganga frá ráðningum í þær stöður.

 

9. Snjómokstur

Bæjarráð leggur til að reglur varðandi snjómokstur fyrir Seyðisfjarðarkaupstað verði samræmdar við þau sveitarfélög sem eru að fara að sameinast. Þær reglur verði síðan kynntar fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Undanþága frá reglunni eru veittar við sérstakar aðstæður. Einnig þarf að taka tillit til þess hvort starfsmenn áhaldahúss hafi mannskap og vélar til þess að sinna sérstökum undanþágutilfellum.

 

10. AMÍ fulltrúi og forstöðumaður sundhallar - 05.03 2020 - minnisblað með hugmyndum til að auka aðsókn að sundlauginni

 Bæjarráð þakkar minnisblaðið og felur AMÍ fulltrúa og forstöðumanni að fylgja málinu eftir.

 

11. Mennta-og menningarráðuneytið – 15.03.2020 – Staðfesting á þátttöku kaupstaðarins í samstarfsverkefni

Lagt fram til kynningar.

 

12. MMF – samningsdrög

Málið áfram í vinnslu.

 

13. Niðurstaða örútboðs á raforku. Trúnaðarmál 

Seyðisfjarðarkaupstað hefur borist tillaga að vali á bjóðenda í útboði nr. 21075. Seyðisfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val útboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

 

Fundi slitið kl. 19:40.

Fundargerð er á 4 bls.