2503. bæjarráð 25.03.20

2503. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 25. mars 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - Lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fjarðarheiðargöng. Undir þessum lið mættu Viðar Jónsson frá Mannvit og fulltrúar Vegagerðarinnar þau Sveinn Sveinsson, Gísli Eiríksson, Erna Bára Hreinsdóttir og Guðmundur Rafn Kristjánsson inn á fjarfundinn.

Fulltrúar Vegagerðarinnar fóru yfir hugmyndir að vegstæðum og gangnamunnum fyrir væntanleg Fjarðarheiðagöng. Bæjarráð þakkar fyrir hið góða verk sem nú þegar hefur verið unnið og hlakkar til að sjá framhaldið verða að veruleika. Framundan er umhverfismat á framkvæmdinni og ýmis önnur úrlausnarefni.

 

Fulltrúar víkja af fundi kl. 17:20

 

2. Fundargerðir:

2.1. Ferða- og menningarnefnd frá 23.03.2020

Fundargerð samþykkt.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. 4. Fundur undirbúningsstjórnar frá 10.02.2020

Lögð fram til kynningar.

 

4. Erindi:

4.1. Skrifstofa Alþingis – 19.03.2020- Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.

Lagt fram til kynningar.

4.2. Nefndarsvið Alþingis – 21.03.2020 – 666. Mál til umsagnar

Lagt fram til kynningar.

4.3. Hreppsnefnd Skorradalshrepps – 23.03.2020 – Áríðandi umsögn við mál nr. 683

Lagt fram til kynningar

 

5. COVID-19 – Viðspyrna

Í ljósi aðstæðna leggur bæjarráð áherslu á að unnin verði tillaga að tímabundnum lausnum í samræmi við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað.  Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað af hálfu yfirvalda varðandi útfærslur í einstaka liðum.

Í stöðunni eru ýmsir möguleikar og bæjarráð mun leggja til við bæjarstjórn að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga eins og kostur er. Einstaklingar munu ekki þurfa að greiða fyrir þjónustu sem þeir ekki fá hjá kaupstaðnum. Endurskoðun fari fram að teknu tilliti til aðstæðna og verði fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí n.k.

Ríkisvaldið hefur boðað ýmsar aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf og til þess að verja lífsgæði. Bæjarráð leggur til að unnið verði að því að Seyðisfjarðarkaupstaður fái stuðning við þau verkefni sem þegar eru á framkvæmdaáætlun til þess að hægt verði að vinna þau lengra heldur en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir.

Bæjarstjóra í samvinnu við AMÍ fulltrúa, Skólastjóra, yfirhafnarvörð og fleiri starfsmenn eftir því sem við á er falið að draga saman mögulegar aðgerðir og tillögur til viðspyrnu og að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

Fundi slitið kl. 18.24

Fundargerð er á bls. 2