2517. bæjarráð 08.07.20

2517. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 8.07.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L -lista.

Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fjárhagsrammar 2021. - undir þessum lið mætir Sigurður Álfgeir Sigurðarson fjármálaráðgjafi í gegnum Zoom.

Bæjarráð samþykkir framlagða ramma og bæjarstjóra er falið að senda þá út til forstöðumanna og nefnda.

Sigurður vék af fundi kl. 16:32.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Umhverfisnefnd 06.07.2020

Varðandi lið nr. 3 í fundargerð; Umsókn um nýtt námuleyfi í Efri Staf, Seyðisfirði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn. Bæjarráð bendir á að það er villandi að tala um Efri Staf þar sem þetta er á klapparhjalla austan við Stafdalsá. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma málinu í farveg.

Varðandi lið nr. 4 í fundargerð; Múlavegur 60 – fyrirspurn frá húsbyggjendum. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla hlutaðeigandi aðila á fund hið fyrsta og að fara yfir málavöxtu. 

Varðandi lið nr. 6 í fundargerð; Skaftfell Bistro – Leyfisumsókn. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingastaður í flokki III. Umsækjandi er Húsahótel ehf. vegna Skaftfells Bistro.

Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.

Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð

Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.

Varðandi lið nr 8 í fundargerð; Vestdalur – kolefnislosun. Bæjarráð tekur undir með Umhverfisnefnd og felur bæjarstjóra að kanna möguleikann á styrk til endurheimtar votlendis.

 

Fundargerð samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 03.07.2020 - Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 06.07.2020 – 2005014SA – Könnun á kjörum framkvæmdastjóra og sveitarstjórnarfólks 2020.

Lagt fram til kynningar.

3.3. Húsnæðis og mannvirkjastofnun – 01.07.2020 - niðurstöðubréf vegna úthlutunar stofnframlaga 2020.

Í bréfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemur fram að umsókn Seyðisfjarðarkaupstaðar varðandi stofn- og byggðaframlag fyrir íbúðakjarna hefur verið samþykkt. Um er að ræða 107 milljónir króna í stofnframlag og sérstakt byggðaframlag. Bæjarráð fagnar þessum mikilvæga áfanga og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við bréf HMS. Málið áfram í vinnslu.

3.4. Austurbrú – 03.07.2020 – Uppfærðar tölur vegna atvinnuleysis. 

Lagt fram til kynningar.

3.5. Þjóðskrá Íslands – 02.07.2020 -  Fasteignamat 2021.

Lagt fram til kynningar.

3.6. Skipulagsstofnun – 03.07.2020 – Afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi, Strandarvegur 21.

Meirihluti bæjarráðs fagnar þeirri niðurstöðu sem hér birtist og vísar ábendingu Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi, Strandarvegi 21 til endurskoðunar á Aðalskipulagi. 

3.7. Byggðaráð Skagafjarðar – fundur 919 frá 16.6.2020 – 02.07.2020 – Opinber störf á landsbyggðinni.

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðartekur undir bókun byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, þar sem fjölgun opinberra starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki er fagnað.

Fjölgun starfa án staðsetningar á landsbyggðinni er mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs. Dæmin sanna að ríkisvaldið hafi þó gengið í þveröfuga átt með því að segja upp aðstoðarmönnum tollsins á Seyðisfirði nýverið sem og skorið niður störf hjá sýslumannsembættinu á Austurlandi.

Bæjarráð  mótmælir harðlega niðurskurði opinberra starfa á Seyðisfirði og hvetur stjórnvöld til að fjölga störfum án staðsetningar. 

 

4. Viðauki  vegna sparkvallar.

Viðauki 4 : Áhrif í rekstri eru 5 millj. kr til lækkunar á kostnaði og er öll í A hluta v/sparkvallar. Á móti hækkar fjárfesting ársins um sömu fjárhæð og einnig öll í A hluta.

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – Lykill 4960 kr. 1.000.000

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – Lykill 4965 Viðhald húsa kr. 1.000.000

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – Lykill 4981 Vinna verkamanna (innri þjónusta) kr. 2.000.000

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – lykill 4990  Önnur þjónustukaup kr. 1.000.000

Færist yfir á deild 0664 Sparkvöllur við Túngötu Lykil 4990 Önnur þjónustukaup.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka.

 

5. Gamla ríkið – næstu skref.

Meirihluti bæjarráðs leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Lagt er til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að halda utan um verkefnið.

Bæjarstjóra falið að útbúa drög að erindisbréfi og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

Hildur og Rúnar samþykkja tillöguna, Elvar Snær er á móti.

 

6. Borgarfjarðarhreppur – viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2020.

Meðfylgjandi er viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2020.

Fjárfesting eignasjóðs hækkar um 64,8 millj. kr. (85,3 millj. kr. – 20,5 millj. kr. framlag ríkisins) . Fjármagnað með lántöku að fjárhæð 51,2 millj. kr. og af handbæru fé að fjárhæð 13,6 millj. kr. (framlög sveitarfélagsins 10,2 millj. kr. + 3,4 millj. kr. )

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka.

 

 

Fundi slitið kl. 18:13.

Fundargerð er á 4 bls.