2519. bæjarráð 06.08.20

2519. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fimmtudaginn 06.08.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L -lista.

Skúli Vignisson í fjarveru Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Hoffell ehf, byggingarfélag – 14.07.2020 – íbúðir með stofnframlögum. Undir þessum lið mætir Júlíus Þór Júlíusson með kynningu fyrir hönd Hoffells ehf. 

Júlíus kynnti fyrir bæjarráði verkefni sem Hoffell ehf hefur staðið fyrir.

Júlíus vék af fundi kl. 16:45.

 

1.2. Jón Pálsson – 05.08.2020 – Myndskreytingarnámskeið, ósk um viðbótarstyrk

Bæjarráð samþykkir erindið, viðbótarstyrk að upphæð 60.000 kr, og felur bæjarstjóra að ganga frá því.

 

2. Lausar skólastofur – staða mála.

Bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið. Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Hrafnshólum varðandi verð á einingum til kaupa eða til leigu. Bæjarráð þarf meiri tíma og upplýsingar til þess að vinna verkefnið.

 

3. Skálanes – gönguleið í Vestdal – staða mála.

Skýrsla og yfirlitsmyndir lagðar fram til kynningar. Verkefnið er í góðum farvegi.

Áætlað er að því ljúki að mestu í haust fyrir utan hleðsluvinnu sem fer fram næsta sumar.

 

4. COVID – 19 – hertar aðgerðir.

Tilmæli til stofnana og starfsmanna frá viðbragðsteymi Seyðisfjarðarkaupstaðar lögð fram til kynningar.

 

5. Múlavegur 60 – minnisblað frá fundi 16. júlí 2020.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita tilboða í frekari jarðvegsrannsóknir og mögulegar grundunaraðferðir fyrir lóðirnar við Múlaveg og Hlíðarveg.

 

Fundi slitið kl. 18:33.

Fundargerð er á 2 bls.