2521. bæjarráð 26.08.20

2521. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 26.08.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L -lista.

Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið -20.08.2020- Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

1.2. Umhverfis og auðlindaráðuneytið– 18.08.2020 – Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2009

Lagt fram til kynningar.

 

1.3. Skaftfell miðstöð myndlistar -  24.08.2020 – Frumkvöðlasetur.

Málið áfram í vinnslu.

 

2. Gamla ríkið – Þóknun til vinnuhóps og staða mála 

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála, bæjarráð samþykkir þóknun til vinnuhóps Gamla ríkisins í samræmi við aðra vinnuhópa sem starfað hafa á vegum bæjarins. Málið áfram í vinnslu.

 

3. Íbúðakjarni – staða mála. 

Málið áfram í vinnslu.

 

 

4. Greiðslur til framboðanna 

Bæjarráð samþykkir að greiða til  framboðanna nú strax 9./12. hluti af heildargreiðslunni, og að restin 3./12. verði greidd út eins og venja er í október.

 

5. Fundir næstu vikur.

Umræður um málið.

 

Fundi slitið kl. 17:08

Fundargerð er á 2 bls.