2522. bæjarráð 02.09.20

2522. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 02.09.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:30. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L -lista.

Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Golfklúbbur Hagavallar – 25.08.2020- Golfvöllurinn og vegstæði vegna Fjarðarheiðarganga. Undir þessum lið mættu fulltrúar Golfklúbbsins Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson á fundinn.

Bæjarstjóra falið að koma á fundi með fulltrúum kaupstaðarins, Golfklúbbs og Vegagerðarinnar sem fyrst.

1.2. Skipulagsstofnun – 27.08.2020 – Álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna á Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

1.3. Samband íslenskra sveitarfélaga – 25.08.2020 – Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020.

Lagt fram til kynningar.

1.4. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið – 31.08.2020 – Áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar. 

1.5. Félagsheimilið Herðubreið 01.09.2020 – Erindi til bæjarráðs.

Bæjarráð leggur áherslu á að drenið verði klárað, fyrr er ekki hægt að taka ákvörðun um framhaldið.

 

 

2. Framkvæmdir í kaupstaðnum – bæjarverkstjóri og skipulags-- og byggingarfulltrúi  mæta undir þessum lið kl. 17:00 og fara yfir stöðu framkvæmda.

Bæjarverkstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu framkvæmda ársins, þeir yfirgáfu fundinn kl 18:15.

 

3. Fundagerðir:

3.1. Umhverfisnefnd – 31.08.2020

Afgreiðslu fundargerðar frestað.

 

4. Fjármál – farið yfir stöðu mála varðandi fjármál sveitarfélagsins. 

Bæjarstjóri lagði fyrir fjárhagsramma stofnana sveitarfélagsins ásamt athugasemdum frá forstöðumönnum. Lagt fram til kynningar.

 

5. Viðaukar 

"Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 5, Deild 0010 Jöfnunarsjóður (Aðalsjóður): Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjuminnkun samtals 4.000.000 króna.

Viðauki nr. 6, Deild 31111 Steinholt (Tónlistarskóli Austurvegi 22), tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,  tekjuminnkun / lækkun söluhagnaðar (Aðrar tekjur)  9.000.000 króna.

Viðauki nr.  7, Deild 3250  Eignir (Eignasjóður), útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 5.000.000 króna. Lækkun á fjárfestingu í „Grunnskóli – færanleg kennslustofa“

 

Nettóbreyting viðauka er 13.000.000 króna í rekstri kaupstaðarins. Lækkun fjárfestingar er 5.000.000.  Aukum útgjöldum í viðaukanum verður mætt af handbæru fé uppá 8.000.000 króna.

 

6. Íbúðakjarni – staða mála. 

Málið áfram í vinnslu

 

7. Fundargerðir vinnuhóps vegna Hafnargötu 11, Gamla ríkið. 

Fundargerðir 4-7 lagðar fram og samþykktar.

 

Fundi slitið kl. 19:26

Fundargerð er á  3 bls.