2523. bæjarráð 16.09.20

2523. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 16.09.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal bæjarskrifstofunnar. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Arna Magnúsdóttir í stað Hildar Þórisdóttur, L -lista,

Skúli Vignisson í stað Elvars Snæs Kristjánsson, D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B – lista boðaði forföll,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Velferðarnefnd 01.09.2020

Fundargerð samþykkt

1.2. Ferða- og menningarnefnd 07.09.2020

Liður 1 í fundargerð: Tilnefning í stjórn Skaftfells. Bæjarráð mælir með aðOddný Björk Daníelsdóttir verði tilnefnd í stjórn Skaftfells fyrir hönd nýs sameinaðs sveitarfélags.

Liður 2 í fundargerð: Tilnefning í stjórn Tækniminjasafnsins. Bæjarráð mælir með að Tinna Guðmundsdóttir verði tilnefnd sem varamaður í stjórn Tækniminjasafnsins fyrir hönd nýs sameinaðs sveitarfélags.

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem birtast í fundargerð ferða- og menningarnefndar um að hlúa þurfi að hinni blómlegu menningarstarfsemi sem starfrækt er í kaupstaðnum. Sér í lagi þann þátt að mikilvægt sé að samningar verði gerðir við þær hátíðir og stofnanir sem fest hafa sig í sessi og að þeim verði tryggður rekstrargrunnur. Mikilvægt er að hlúð verði sérstaklega vel að þessari atvinnugrein og beinir bæjarráð því til nýrrar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags að þessi þáttur verði skoðaður alvarlega þegar horft verður til uppbyggingar atvinnu, menningar og innviða. Sérstaða Seyðisfjarðar varðandi lista- og menningarstarfsemi er þekkt um allt land og þó víðar væri leitað. 

Liður 3a í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir að skoða það að útvista tjaldsvæðinu og felur AMÍ-fulltrúa og bæjarstjóra að vinna tillögu þess efnis.

Fundargerð samþykkt

1.3. Fræðslunefnd 07.09.2020

Fundargerð samþykkt

 

2. Erindi:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 08.09.2020 – Fjármálaráðstefna 2020 með breyttu sniði.

Lagt fram til kynningar

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 09.09.2020- umfjöllun SNS um kjarasaming FL

Lagt fram til kynningar.

2.3. Adolf Guðmundsson – 08.09.2020- Múlavegur 6, Seyðisfirði.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma málinu í ferli.

2.4. Sigríður Matthíasdóttir – 14.09.2020 – Skýrsla vegna viðtala við eldri borgara á Seyðisfirði.

Bæjarráð fagnar þessu framtaki enn og aftur en harmar það að geta ekki orðið við erindinu á þessari stundu. Menningarstarfsemi er fyrirferðamikil í kaupstaðnum og margir sem leita eftir stuðningi við margvísleg verkefni á hverju ári. Fjárhagur er þar að auki þrengri en venjulega vegna COVID og allt það svigrúm sem bæjarsjóður hefur í verkefni eins og hér um ræðir því miður uppurnir. Bæjarráð bendir á að nú er kallað eftir umsóknum vegna verkefna og hvetur Sigríði, Söndru og Jón til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 24. september.

2.5. Jón Þór Eyþórsson –  14.09.2020 - stækkun lóðar við grillaðstöðu Kaffi Láru.

Bæjarráð samþykkir að gera tímabundinn samning um afnot af lóðinni og felur bæjarstjóra að ganga frá honum.

2.6. Rarik 14.09.2020 – Strenglögn út í Hánefsstaði

Lagt fram til kynningar.

 

3. Fjármál – Fjárfestingaáætlun fyrir 2021.

Bæjarráð samþykkir framlagða fjárfestingaáætlun Seyðisfjarðar fyrir árið 2021 og leggur fyrir sveitastjórn nýs sameinaðs sveitarfélags.

 

4. Auka tilnefning í kjörstjórn.

Eftirfarandi tillaga frá formanni kjörstjórnar vegna sveitastjórnarkosninganna 19. september 2020 lögð fram.

Þar sem einnig er kosið til heimastjórnar samhliða sveitastjórnarkosningum þarf að bjóða upp á tvo kjörklefa sem kallar á fleiri aðila í kjörstjórn. Kjörstjórn óskar því eftir að fjölga um þrjá menn . Tilnefndir eru:

Ingvi Örn Þorsteinsson

Jóhann Jónsson

Örn Heiðberg Kjartansson

 

Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

5. Stofnframlag – samkomulag við HMS.

Mánudaginn 13. september kom Félagsmálaráðherra Ásmundur Einar Daðason, starfsmenn ráðuneytis og fulltrúar HMS til Seyðisfjarðar í þeim tilgangi að undirrita samkomulag varðandi stofnframlags. Seyðisfjarðarkaupstaður var tilnefndur sem tilraunasveitarfélag árið 2018 og er hér um að ræða afraksturinn af því verkefni. Til stendur að byggja 8 íbúða kjarna með félagsaðstöðu fyrir aldurinn 55+. Bæjarráð fagnar þessum mikilvæga áfanga í því að hreyfa við fasteignamarkaðnum á Seyðisfirði sem hefur verið frosinn um áratuga skeið.

 

6. Orkuskipti í höfnum – samningur við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. 

Samningur um styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur verið undirritaður. Er hér um að ræða fjármögnun að hluta til vegna landtengingar Norrænu. Ljóst er að hér er um mjög þarft umhverfisverkefni að ræða.

 

7. Umsókn um að halda hund í leiguíbúð að Hamrabakka.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita undanþágu fyrir hundahaldi í leiguíbúð að Hamrabakka 12 samkvæmt óskum leigjanda.

 

8. Fundargerð vinnuhóps um Gamla ríkið nr. 8.

Lagt fram til kynningar

 

9. Fundur með Vegagerðinni og Golfklúbb Seyðisfjarðar.

Formanni bæjarráðs falið að skoða lóðarmál og ræða við lóðarhafa eftir því sem við á og rætt var um á fundinum.

Golfklúbbur Seyðisfjarðar þarf að vinna frumhönnun á nýjum velli í samvinnu við Vegagerðina og í framhaldi senda tillögu til bæjaryfirvalda með ósk um land á nýjum stað.

 

10. Tilboð í myndaeftirlitskerfi fyrir Íþróttamiðstöð.

Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur forstöðumanni og AMÍ fulltrúa að fylgja málinu eftir.

 

Fundi slitið kl.17:36

Fundargerð er á 4 bls.