2524. bæjarráð 23.09.20

2524. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðvikudaginn 23.09.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal bæjarskrifstofunnar. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Hildur Þórisdóttir, L -lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - Lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að liður 5. Frumkvöðlasetur Öldugötu verði tekið á dagskrá sem afbrigði.

Samþykkt samhljóma.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Umhverfisnefnd frá 17.09.2020

Fundargerð samþykkt.

 

2. Garðarsvöllur – rótarlag endanleg niðurstaða

Eins og kemur fram í meðfylgjandi yfirliti frá Eflu og skipulags- og byggingarfulltrúa Úlfari Trausta þá hefur kostnaður við flutning á efni í Garðarsvöll verið metinn. Mun kostnaðaráætlun hækka um ca. 20% frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi og lágu til grundvallar útboði því sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Seyðisfjarðarkaupstað og auglýst var á síðasta ári. Engin bauð í verkið en athugasemd var gerð við það að flutningur á efni væri vanmetinn. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að skoða þann þátt með Eflu. Nú liggur niðurstaðan fyrir og er því beint til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags að setja málið í ferli.

 

3. Oddagata 1 – Umsókn um stækkun lóðar

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti en sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka frá pláss fyrir gangstétt meðfram Oddagötu sem gæti skert stækkun lóðar sem því nemur.

 

4. Uppgjör útsvars vegna launa 2019

Lagt fram til kynningar.

 

5. Frumkvöðlasetur Öldugötu

Óskað er eftir að Seyðisfjarðarkaupstaður felli niður mánaðarlega leigu fyrir Frumkvöðlasetrið Öldugötu frá og með 1. október til og með 31. desember 2020.

Skaftfell menningarmiðstöð hefur áfram umsjón með frumkvöðlasetrinu, greiðir hita, rafmagn, internet og þrif eins og áður sem og uppfyllir önnur skilyrði sem koma fram í samkomulagi við Seyðisfjarðarkaupstað frá 2016.

 

Bæjarráð hvetur sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags að fara í endurskipulagningu á samkomulagi við Skaftfell menningarmiðstöð varðandi Frumkvöðlasetrið áður en nýtt tímabil hefst, eða fyrir 1. janúar 2021.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

 

Fundi slitið kl.16:38.

Fundargerð er á  2 bls.