3. fundur í fræðslunefnd 28.04.20

Fundargerð 3. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 28.apríl 2020 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl.16:15

 

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista. Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista, Gunnar Rúnarsson  L- lista. Jóhanna Magnúsdóttir D-lista, Ingvar Jóhannsson B-lista.

Mætt vegna liðar 1-3

Svandís Egilsdóttir skólastjóri.

 

Inga Þorvaldsdóttir  ritaði fundagerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Skóladagatal Seyðisfjarðarskóla skólaárið 2020-2021

1.2. Grunnskóladeild/Listadeild

Skólastjóri fór yfir skóladagatöl grunn og listadeildar.

1.2. Leikskóladeild

Skólastjóri fór yfir skóladagatal Leikskóladeildar

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl Seyðisfjarðarskóla fyrir sitt leyti“

 

2. Skólastarfið

Skólastjóri fór yfir skólastarf og starfsmannamál Seyðisfjarðarskóla.

Fór skólastjóri yfir ráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna Covid sem reyndi á en tókst mjög vel. Svandís skólastjóri fer í ársleyfi og mun Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri taka við hennar stöðu og mun Svava Lárusdóttir taka við aðstoðarskólastjórastöðu grunnskóla. Kolbrún Pétursdóttir kemur aftur til starfa eftir ársleyfi.  Umsóknir bárust um störf aðstoðarskólastjóra Listadeildar sem og fáeinar aðrar stöður innan Seyðisfjarðarskóla sem verið er að skoða og meta. Starfsmannamál næsta skólaárs lýta nokkuð vel út í öllum deildum skólans. Um 100 umsóknir bárust og mun úrvinnsla taka einhvern tíma. Ekki voru allar umsóknir þó fullnægjandi og mun verða auglýst aftur í þær stöður sem upp á vantar.

 

3. Erindi

3.1. Tilslökun á samkomubanni. Dags: 22.04.20 SÍS -Kynnt. 

3.2. Til upplýsinga. 9.fundur ráðherra. 10.fundur ráðherra. Minnisblað til ráðherra. Dags: 22.04.20 SÍS - Kynnt.

3.3. Fagráð eineltismála-opnun upplýsingaveitu um eineltismál og ráðgjöf. Dags: 20.04.20 SÍS  - Kynnt.

3.4 8. fjarfundur mennta-og menningarmálaráðherra með samráðshópi um skólahald fundargerð. Dags: 06.04.20 SÍS -Kynnt.

3.5.  Fundir mennta-og menningarmálaráðherra með samráðshópi um skólahald á tímum COVID-19. Dags: 03.04.20  - Kynnt

3.6. Auglýst eftir sveitarfélögum til þátttöku í samstarfi. Dags:10.03.20

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með þátttöku í þessu verkefni.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:30.