3. fundur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga

3. fundur starfshóps um sameiningu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps, haldinn þriðjudaginn 20. nóvember 2018 á bæjarskrifstofunum að Lyngási 12 Egilsstöðum. Fundurinn hófst kl. 15:30.

 

Fundinn sátu: Björn Ingimarsson, Gauti Jóhannesson, Eygló B. Jóhannsdóttir,  Elvar Snær Kristjánsson, Hildur Þórisdóttir, Jakob Sigurðsson, Jón Þórðarson Anna Alexandersdóttir og Þorbjörg Sandholt sem var þátttakandi i fundinum í gegn um síma.

Björn bauð fundarmenn velkomna og fór yfir verkefni fundarins, en það er að velja aðila til að stýra vinnu við undirbúning að mögulegri sameiningu þessara sveitarfélaga.

Farið var yfir álit allra fundarmanna á þeim aðilum sem sett höfðu sig í samband við nefndina og kynnt sínar hugmyndir, en nefndarmenn höfðu nýtt tímann milli funda til að skoða betur þau gögn frá þessum aðilum sem fyrir liggja. Ræddu svo nefndarmenn útfærslur á tilboðunum og ýmsa möguleika sem væru mögulega í stöðunni.

Eftir góðar umræður var niðurstaðan sú að óska eftir sundurgreindum tilboðum frá tveimur aðilum, miðað við að annar aðilinn taki að sér verkefnisstjórnunarþáttinn og hinn greiningarþáttinn.  Birni Ingimarssyni falið að kalla eftir nýjum tilboðum frá þessum tveimur aðilum sem mest fylgi hlutu. 

Stefnt er að símafundi þriðjudaginn 27. nóv. kl. 15:00 til að útkljá málið.

 

Að þessu loknu var fundi slitið kl. 16:15.   

 

Stefán Bragason fundarritari.