4. fundur í fræðslunefnd 28.05.20

Fundargerð 4. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 28.maí 2020 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman til fundar á efri hæð íþróttahúss kaupstaðarins. Fundurinn hófst kl.16:15

Fundinn sátu:
Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista. Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,
Gunnar Rúnarsson L- lista. Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,
Ingvar Jóhannsson B-lista,


Mætt vegna liðar 1-3
Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Þorkell Helgason fulltrúi grunnskóladeilda og Ágústa Sveinsdóttir fulltrúi leikskóladeildar og Hanna Christel fulltrúi foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla.

Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð
Fundagerð færð í tölvu

 

Dagskrá:
1. Skipurit Seyðisfjarðarskóla
Skólastjóri fór yfir og kynnti drög að skipuriti Seyðisfjarðarskóla.

2. Innra mat Seyðisfjarðarskóla
Skólastjóri fór yfir innra mat Seyðisfjarðarskóla sem er enn í vinnslu.

3. Starfsmannamál
Skólastjóri fór yfir starfsmannamál og greindi meðal annars frá því að Guðrún Katrín Árnadóttir hefur verið ráðin sem sérkennslustjóri fyrir Seyðisfjarðarskóla, Vigdís Klara Árnadóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri listadeildar og Anna Margrét Ólafsdóttir ráðin inn á leikskóladeild. Í hlutastörfum við listadeild verða m.a. Guida Baeumer og Kristjana Stefáns. Sigurður Stefánsson og Stefán Ómars Magnússon hafa verið ráðnir sem stuðningsfulltrúar og í þrif. Óráðið er enn í starf í félagsmiðstöð og aðstoð í mötuneyti. Vel gengur engu að síður að manna í flest allar stöður en auglýst verður aftur um þær stöður sem eftir eru.

4. Erindi
4.1. Fundur ráðherra með samráðshópi um skólahald 29.04.20 Fundargerð
Dags:30.04.20 SÍS - Kynnt
4.2. Kallað eftir erindum á Byggðarráðstefnu 2020. Menntun án staðsetningar-framtíð menntunar í byggðum landsins. Dags.30.04.20 - Kynnt
4.3. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2020. Dags.05.05.20 SÍS- Kynnt
Seyðisfjarðarskóli hlaut 300.000 króna styrk úr endurmenntunarsjóði grunnskóla árið 2020 vegna verkefna sem koma eiga til framkvæmda á skólaárinu 2020-2021
4.4 Íslensku menntaverðlaunin 2020 tilnefningar. Dags:05.05.20- Kynnt
Fræðslunefnd leggur til að Listadeild Seyðisfjarðarskóla verði tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Seyðisfjarðarskóli er sá eini á landinu sem er með sérstaka listadeild. Frestur til tilnefninga rennur út 1.júní næstkomandi. Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntunarbætur og þróunarverkefni.

 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:30.