4. fundur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga

4. fundur starfshóps um sameiningu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps, haldinn þriðjudaginn 26. nóvember 2018 á bæjarskrifstofunum að Lyngási 12 Egilsstöðum. Fundurinn hófst kl. 15:00.

 

Fundinn sátu: Björn Ingimarsson, Jón Þórðarson, Steinar I. Þorsteinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Elvar Snær Kristjánsson, Anna Alexandersdóttir og Gauti Jóhannesson.

Hildur Þórisdóttir,  Eygló B. Jóhannsdóttir, Bergþóra Birgisdóttir og Þorbjörg Sandholt sem voru þátttakandi á fundinum í gegn um síma.

 

Björn bauð fundarmenn velkomna og fór svo yfir erindi sem hann sendi tveimur aðilum og viðbrögð við málaleitan sveitarfélaganna um að skipta verkefninu milli þessara tveggja bjóðenda.

Las hann upp svör þeirra við því erindi og kynnti fyrir fundarmönnum samskipti sín við fulltrúa þessara aðila og svör þeirra.

Að því búnu tjáðu fundarmenn skoðanir sínar á stöðunni og reyndu að tala sig niður á niðurstöðu.

Eftir nokkrar umræður var samþykkt að kalla fulltrúa annars aðilans, með það að markmiði að leita mögulega samninga við þá um allt verkefnið. Áður en til fundar kemur verði óskað eftir upplýsingum frá þeim um frekari útlistun á því hvernig þeir hyggjast leggja upp greiningarvinnuna. Að loknum þeim fundi mun þá liggja fyrir hvort samningar við þá nást.

Birni Ingimarssyni falið að kalla eftir umræddum upplýsingum frá viðkomandi.  Jafn framt var honum falið að senda ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs tilkynningu um að samstarfsnefndin hefði formlega hafið störf.

Stefnt er að fundi þriðjudaginn 04. desember kl. 15:00 til að útkljá málið.

 

 

Að þessu loknu var fundi slitið kl. 16:15.   

 

Stefán Bragason fundarritari.