43. fundur velferðarnefndar 06.11.18

43. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal, íþróttamiðstöð, klukkan 17.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir formaður L-lista, sem ritar fundargerðina

Cecil Haraldsson L-lista,

Elva Ásgeirsdóttir D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson D-lista,

 

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista og Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi boðuðu forföll. Arnar Klemensson varaformaður L- lista, mætti ekki.

 

Einnig boðuð: Svandís Egilsdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvar kl. 17.15, Guðrún Kjartansdóttir forstöðumaður Sundhallar kl. 17.45 og Kristín Klemensdóttir forstöðumaður Iþróttamiðstöðvar kl. 18.15.

 

Svandís Egilsdóttir og Kristín Klemensdóttir boðuðu forföll

 

Formaður óskaði eftir afbrigðum að bæta inn sem lið nr. 6 “Fjárhagsáætlun 2019”.

1. Starfsáætlanir

a. Starfsáætlun og áhersluatriði félagsmiðstöðvar

Umræður

“Velferðarnefnd óskar eftir því að bæjarráð geri breytingar á fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár, á lið 0631 – Félagsmiðstöð, af liðnum 1110 - mánaðarlaun og afleiddir liðir verðir lækkaðir um samtals kr. 600.000 og liðurinn 2822 - leikföng og tómstundartæki verði hækkaður sem því nemur. Auk þess verði liður 4990 - önnur þjónustukaup, kr. 150.000, flutt á sama lið 2822 ef þess er talið þurfa.”

b. Starfsáætlun og áhersluatriði Sundhallar

Forstöðumaður Sundhallar upplýsir nefndina um stöðu húsnæðis Sundhallarinnar. Ljóst er að þar þarf að fara í nauðsynlegt viðhald.  Brýnast er að fara í rafmangstöflu, gólf í kringum sundlaugina, plötur í lofti og skyggni við inngang. Öll þessi atriði eru stór öryggisatriði.

 

“Velferðarnefnd leggur til að ástand rafmagnstöflu, gólfs í kringum sundlaug, plötur í lofti og skyggni við inngang verði metið og að gerð verði kostnaðaráætlun og leitað tilboða í viðgerðir þessara þátta”.

c. Starfsáætlun og áhersluatriði Íþróttamiðstöðvar

Frestað til næstar

d. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa

Frestað til næsta fundar

 

2. Erindisbréf nefndar

Formaður segir nefndinni frá því að hætt hefur verið við að fara í fyrirhugaða breytingu á nefndinni. Íþróttamálin munu þar af leiðandi áfram falla undir velferðarnefnd sem mun starfa óbreytt. 

 

3. Heilsueflandi samfélag 

Frestað til næsta fundar

 

4. Húsnæði eldri borgara, Múlavegur 34-40

Frestað til næsta fundar

 

5. Erindi sem hafa borist

-         Ný félagsmálalög

Lagt fram til kynningar

-         Youthocrazy

Lagt fram til kynningar

 

6. Fjárhagsáætlun 2019

Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að bætt verði við fjármagni á fjárhagsárinu 2019 undir lyklinum 0605 – Íþróttarfulltrúi, samkvæmt útgjöldum sem ekki hafði verið gert ráð fyrir á fjárhagsárinu 2018.

 

7. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17:00

 

Fundi slitið kl. 18:53
Fundargerð á  bls. 3