44. fundur velferðarnefndar 20.11.18

Fundargerð velferðarnefndar nr. 44 / 20.11.18

Fundur var haldinn þriðjudaginn 20. nóvember í fundarsal íþróttarhússins kl 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, sem ritaði fundargerð

Hildur Þórisdóttir, L-lista, í fjarveru Guðrúnar Ástu Tryggvadóttur

Cecil Haraldsson, L-lista

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi.

 

Einnig mætt: Örvar Jóhannsson kl 17:00 vegna liðar 1 og Kristín Klemensdóttir kl 17:30 vegna liðar 2a.

 

Fundarefni

1. Samstarfssamningur við Huginn

Örvar Jóhannsson formaður Hugins mætti á fundinn. Áframhaldandi umræður um samstarfssamning Seyðisfjarðarkaupstaðar við íþróttafélagið Huginn.

 

,,Velferðarnefnd leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttarfulltrúi og formaður Hugins gangi frá tillögu að samningi til bæjarráðs fyrir fund þess þann 28. nóvember næstkomandi í samræmi við undangengar umræður.”

 

2. Starfsáætlanir

a. Starfsáætlun og áhersluatriði Íþróttamiðstöðvar

Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, mætti á fundinn og fór yfir ástand hússins. Lagði hún mikla áherslu á hversu slæm aðstaða líkamsræktarinnar væri orðin sem nauðsynlegt er að laga.

 

,,Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði heildræn úttekt á allri aðstöðu líkamsræktarinnar og leitað tilboða í endurbætur”.

 

b. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa

Eva Jónudóttir, þjónustufulltrúi, segir nefndinni frá starfsáætlun sinni og helstu áhersluatriðum fyrir árið 2019.

Stefnt er að því að fá félagasmálastjóra á desemberfund nefndarinnar.

 

,,Velferðarnefnd tekur undir áhersluatriði þjónustufulltrúa”.

 

3. Heilsueflandi samfélag

Þjónustufulltrúi segir frá fyrirhuguðum vinnudögum varðandi stefnumótun í verkefninu Heilsueflandi samfélagið. 

 

4. Húsnæði eldri borgara, Múlavegur 34-40

Þjónustufulltrúi upplýsir nefndinni um stöðu viðgerðarmála.

 

5. Forvarnarmál

Umræður um notkun endurskinsmerkja í sveitarfélaginu.

 

,,Velferðarnefnd hvetur bæjarbúa, unga sem aldna, að lýsa sig upp í myrkrinu og nota endurskinsmerki enda mikilvægt öryggisatriði”.

 

,,Velferðarnefnd bendir á hversu dapurleg götulýsing bæjarins er og hvetur til úrbóta”. 

 

6. Næsti fundur

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 18. desember 2018.