46. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 04.09.18

Fundargerð 46. fundar Atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Þriðjudaginn 04.09.2018 kom Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L-lista,

Skúli Vignisson D- lista,

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir frá atvinnulífinu,

Sævar Eiríkur Jónsson frá atvinnulífinu,

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnufulltrúi.

Fundagerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir

Ósk Ómarsdóttir boðar forföll og láðist að boða varamann.

Snorri Jónsson boðar forföll og láðist að boða varamann.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindisbréf – kynning

Formaður bauð nýkjörna atvinnu- og framtíðarmálanefnd velkomna til starfa og kynnti erindisbréf hennar.

 

2. Kosning ritara.

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd samþykkir að Dagný Erla Ómarsdóttir riti fundargerðir ráðsins.

 

3. Starfshættir og siðareglur.

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu, lágu fyrir fundinum ásamt yfirliti yfir ýmis lög og reglur er varða störf kjörinna fulltrúa. Nefndarmenn í atvinnu- og framtíðarmálanefnd samþykkja að undirgangast siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013.

 

4. Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018-2022.

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28.grein sveitastjórnarlaga nr 138/2011.

 

5. Fundartími.

Atvinnu og framtíðarmálanefnd samþykkir að fastir fundartímar nefndarinnar verði fyrsta fimmtudag í mánuði klukkan 16:15.

 

6. Tillaga um uppfærslu erindisbréfs og breytingu á nefnd.

Nefndarmenn fengu afhent drög að uppfærðu erindisbréfi og ákveða að rýna betur í gögnin og taka málið upp aftur á næsta fundi.

 

7. Fjárhagsáætlun 2019.

Lagt fram til kynningar og ákveðið að vinnu verði haldið áfram á næsta fundi.

 

8. Náms- og atvinnulífssýning Austurlands „Að heiman og heim“

Dagný segir frá Náms- og atvinnulífssýningu sem haldin var á Egilsstöðum laugardaginn 1.september sl. Nefndin fagnar frumkvæði Ungs Austurlands að halda slíka sýningu og telur að þetta sé mikilvægt skref í uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi.

 

9. Umræður

Umræður um möguleika og áskoranir í atvinnumálum á Seyðisfirði.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:15.