47. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 01.11.18
47. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar
Fundur var haldinn í Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar fimmtudaginn 1. nóvember 2018 í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar. Hófst fundurinn klukkan 16:15.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður L-lista,
Guðni Sigmundsson L-lista, í fjarveru Óskar Ómarsdóttur,
Skúli Vignisson D- lista,
Bjarki Borgþórsson L-lista, í fjarveru Benediktu G. Svavarsdóttur,
Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnufulltrúi,
Sævar Eiríkur Jónsson frá atvinnulífinu kom klukkan 17:00,
Snorri Jónsson áheyrnafulltrúi B-lista boðaði forföll og láðist að boða varamann
Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir
Dagskrá:
- Erindi. Formaður segir frá því að engin erindi hafi borist nefndinni. Nefndin minnir á sig og leggur áherslu á að hún sé til staðar og kallar eftir erindum bæði frá hinu opinbera og einkaaðilum.
- Vinnustaðaheimsóknir. Umræður um málið. Ákveðið að formaður og atvinnufulltrúi setji saman drög að dagskrá er varðar heimsóknir á vinnustaði.
- Verktakakynning. Nefndin leggur til að bæjaryfirvöld standi fyrir kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum ársins 2019 þegar verkefnalisti liggur fyrir.
- Önnur mál. Nefndin óskar eftir upplýsingum um með hvaða hætti bæjarvöld ætli að styðja við nýsköpun og atvinnurekstur í bæjarfélaginu.
Næsti fundur fimmtudaginn 6. desember kl. 16:15
Fundi slitið kl. 17:50.