47. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 01.11.18

47. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 

Fundur var haldinn í Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar fimmtudaginn 1. nóvember 2018 í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar. Hófst fundurinn klukkan 16:15.

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L-lista,

Guðni Sigmundsson L-lista, í fjarveru Óskar Ómarsdóttur,

Skúli Vignisson D- lista,

Bjarki Borgþórsson L-lista, í fjarveru Benediktu G. Svavarsdóttur,

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnufulltrúi,

Sævar Eiríkur Jónsson frá atvinnulífinu kom klukkan 17:00,

Snorri Jónsson áheyrnafulltrúi B-lista boðaði forföll og láðist að boða varamann

Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Erindi. Formaður segir frá því að engin erindi hafi borist nefndinni. Nefndin minnir á sig og leggur áherslu á að hún sé til staðar og kallar eftir erindum bæði frá hinu opinbera og einkaaðilum.
  2. Vinnustaðaheimsóknir. Umræður um málið. Ákveðið að formaður og atvinnufulltrúi setji saman drög að dagskrá er varðar heimsóknir á vinnustaði.
  3. Verktakakynning. Nefndin leggur til að bæjaryfirvöld standi fyrir kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum ársins 2019 þegar verkefnalisti liggur fyrir.
  4. Önnur mál. Nefndin óskar eftir upplýsingum um með hvaða hætti bæjarvöld ætli að styðja við nýsköpun og atvinnurekstur í bæjarfélaginu.

 

Næsti fundur fimmtudaginn 6. desember kl. 16:15

Fundi slitið kl. 17:50.