47. fundur í velferðarnefnd 25.02.19

Fundur haldinn mánudaginn 25. febrúar í fundarsal íþróttarhússins kl 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð,

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista boðaði forföll. Cecil Haraldsson, mætti ekki.

 

Mætt vegna liðar 1 : Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafulltrúi og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. Klukkan 17:00

Mætt vegnar liðar 2 : Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafulltrúi. Klukkan 17:20

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri, boðaði forföll.

 

Fundarefni

1. Sumarnámskeið – erindi frá Skaftfelli

Mættar undir þessum lið eru AMÍ fulltrúi kaupstaðarins og fræðslufulltrúi Skaftfells.

AMÍ fulltrúi tekur að sér að boða fund varðandi sumarnámskeið og mun auglýsa eftir starfsfólki.

 

2. Málefni íþróttamannvirkja

Mætt undir þessum lið er AMÍ fulltrúi kaupstaðarins.

Umræður.

 

Ákveðið að boða bæjarstjóra á næsta fund nefndarinnar 25. mars.

 

3. Öldungaráð

Drög að erindisbréfi öldungaráðs lögð fram.

 

Velferðarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Þjónustufulltrúi tekur að sér að vinna málið áfram.

 

Hér þurfti Elva að yfirgefa fundinn.

 

4. Opnunartími íþróttamiðstöðvar

Eva Jónudóttir víkur af fundi undir þessum lið.

 

Óskað hefur verið eftir því af íbúa bæjarins að fá að bera ábyrgð á opnun í líkamsræktinni á sunnudögum í tvo tíma. Hefur velferðarnefnd verið falið af bæjarstjóra að taka afstöðu til þeirrar beiðni.

 

,,Velferðarnefnd mælir með að beiðnin verði samþykkt til þess að gæta jafnræðis í ljósi þess að fordæmi eru fyrir slíku m.a. morgunopnanir frá klukkan 6-8“.

,,Velferðarnefnd leggur einnig til að þeir aðilar sem nýta sér tíma utan venjulegs opnunartíma, það er þegar starfsmaður er ekki í húsi, skrifi undir ábyrgðaryfirlýsingu um að þeir séu í húsinu á eigin ábyrgð“.

 

5. Heilsueflandi samfélag

Skv. verkefnastjóra gengur allt samkvæmt áætlun. Kynning í bæjarstjórn fór fram á bæjarstjórnarfundi 13. febrúar sl., næstar eru áætlaðar kynningar í nefndum, stofnunum og hjá forstöðumönnum.

 

6. Næsti fundur

Næsti fundur er áætlaður 25. mars klukkan 17.

 

Fundargerð á 3 bls.

Fundi slitið kl. 18.55.