48. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 06.12.18

Fundargerð 48. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 

Fundur var haldinn í Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar fimmtudaginn                6. desember 2018 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Hófst fundurinn klukkan 16:15

 

Mætt á fundinn:

Rúnar Gunnarsson formaður L-lista,

Ósk Ómarsdóttur L-lista,

Snorri Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista,

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir frá atvinnulífinu,

Sævar Eiríkur Jónsson frá atvinnulífinu,

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnufulltrúi,

Skúli Vignisson forfallaðist vegna veðurs.

 

Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir.

 

Dagskrá:

Formaður óskaði eftir afbrigðum að bæta inn lið sem nr. 4 „Önnur mál“.

 

1. Húsnæðismál. Umræður um þær íbúðir og hús sem bærinn á og möguleikana sem í boði eru.  Ákveðið að kalla eftir frekari upplýsingum frá þjónustufulltrúa. Nefndin kallar eftir því hvort fyrir liggi ástandsmat á íbúðarhúsnæði bæjarins. Ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir leggur nefndin til við bæjarráð að slík vinna verði framkvæmd með fagaðilum. Nefndin ákveður að vinna að skoðanakönnun fyrir eldri borgara.

 

2. Erindi frá Hrafnshóli. Lagt fram til kynningar. Benedikta segir frá samskiptum sínum við sveitastjórann í Vík í Mýrdal sem gaf fyrirtækinu góða umsögn. Formanni falið að vera í frekara sambandi við Hrafnshól ehf. og kanna möguleikann á frekara samstarfi.

 

3. Vinnustaðaheimsóknir. Málið áfram í vinnslu.

 

4. Önnur mál

4.1. Smyril Line. Umræður um stöðu mála. Nefndin leggur til að bæjarstjórn óski eftir fundi með yfirstjórn Smyril Line á nýju ári.

 

Fundi slitið 18:15.