5. fundur í fræðslunefnd 28.08.18

Fundargerð 5. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2018.

Þriðjudaginn 28.ágúst 2018 kom  fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í  íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst  fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Inga Þorvaldsdóttir Fulltrúi á bæjarskrifstofu

Mætt vegna liðar 6-10

Svandís Egilsdóttir skólastjóri

Ásta Guðrún aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Hólmfríður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar.

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

Í upphafi fundar bauð formaður fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Formaður byrjaði á að leita afbrigða um að bæta við lið 4 “Drengskaparheit um þagnaskyldu 2018-2022“

Afbrigðin samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

1. Erindisbréf – kynning

Formaður bauð nýkjörna fræðslunefnd velkomna til starfa og kynnti erindisbréf hennar.

Erindisbréfin eru í endurskoðun. Tekið fyrir á næsta fundi.

 

2. Kosning ritara.

Fræðslunefnd samþykkir að Inga Þorvaldsdóttir riti fundargerðir ráðsins.

 

3. Starfshættir og siðareglur.

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. Júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu,liggja fyrir fundinum ásamt yfirlit yfir ýmis lög og reglur er varða störf kjörinna fulltrúa.

Nefndarmenn í fræðslunefnd samþykkja fyrir sitt leyti siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013.

 

4. Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018-2022.

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

5. Fundartími.

Fræðslunefnd samþykkir að fastir fundartímar nefndarinnar verði fjórði þriðjudagur hvers mánaðar.

 

6. Lokaskýrsla til Sprotasjóðs

Skólastjóri kynnti skýrsluna fyrir nefndarmönnum.

 

7. Olweusarskýrsla vetrar 2017-2018

Skólastjóri fór yfir Olweusarskýrslu vetrar 2017-2018. Fram kemur m.a. í skýrslunni, að samkvæmt niðurstöðu eineltiskönnunar frá síðasta vetri átti einelti sér ekki  stað í 6-10 bekk sem ber að fagna. Verið er að endurgera sameiginlega eineltisáætlun fyrir allar deildir Seyðisfjarðarskóla og er að vænta að því ljúki í haust.

 

8. Áætlun sameiningarferli stöðumat

Skólastjóri fór yfir stöðu. Drög eru komin að stefnu sameiningar almenningsbókasafns og skólabókasafns sem klárast á næstu mánuðum.

 

9. Innramatsáætlun

Skólastjóri greinir frá endurmati á innramatsáætlun.

Fræðslunefnd samþykkir innramatsáætlunina.“

 

10. Skólasel- Erindi frá foreldrum 1-3 bekkjar 21.ágúst.

Umræða.

 

„Fræðslunefnd tekur undir óskir foreldra og felur skólastjóra að vinna að lausn málsins. Skólastjóri tekur vel í erindið. En þar sem aðstaða fyrir skólasel er mjög bágborin, erfiðlega hefur gengið að manna og hvað ekki síst að ekki er gert ráð fyrir lengingu í fjárhagsáætlun telur skólastjóri erfitt að verða við þessu á fyrstu mánuðum skólaársins. En reynt verður að koma til móts við óskir foreldra eins fljótt og auðið er.“

 

Hér viku Svandís, Ásta, Anna og Hólmfríður af fundi

 

11. Erindi sem borist hafa

11.1 Snemmtæk Íhlutun-samstarfsverkefni.Menntamálastofnun 10 ágúst. Umræða, ákveðið að benda skólastjóra á umrætt erindi.

11.2 Innleiðing persónuverndarlaga-vinnsluskrá grunn og leikskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.ágúst. Kynnt

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:22.