5. fundur í hafnarmálaráði 06.09.18

Fundargerð 5. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018

Fimmtudaginn 6. september 2018 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 16:30.

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði hafnarstjóri.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 19. „Hafnasambandsþing 2018“.

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Gerðir fundarins

1. Erindisbréf – kynning.

Formaður bauð nýkjörið hafnarmálaráð velkomið til starfa og kynnti erindisbréf þess.

 

2. Kosning ritara.

Hafnarmálaráð samþykkir að hafnarstjóri riti fundargerðir ráðsins.

 

3. Starfshættir og siðareglur.

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu, liggja fyrir fundinum ásamt yfirliti yfir ýmis lög og reglur er varða störf kjörinna fulltrúa.-

Nefndarmenn í hafnarmálaráði samþykkja fyrir sitt leyti siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013.

 

4. Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018-2022.

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

5. Fundartími.

Hafnarmálaráð samþykkir að fastir fundartímar hafnarmálaráðs verði fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 16.00.

 

6. Fundargerðir:

6.1. Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

6.2. Fundargerð stjórnarfundar Cruise Iceland frá 23.08.18.

Lögð fram til kynningar.

 

7. Erindi:

7.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 15.08.18. Olíumengun frá El Grilló.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem kynnt er olíumengun frá El Grilló, vöktun vegna hennar og hreinsun sem fram fór 2001.

 

8. Strandabakki – stormpolli.

Lögð fram beiðni frá P/F Smyril Line um stormpolla á Strandabakka og upplýsingar um mögulega útfærslu.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að leita til Siglingasviðs Vegagerðarinnar um kostnaðarmat, mat á fyrirliggjandi upplýsingum og hönnun.

 

9. Fjármál 2018.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31.07.18.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

Viðauki nr. 7, deild 4250, Eignir, Verkefni 42-AH.  Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 5.000.000 króna.

Viðauki nr. 8, deild 4250, Eignir, 42-FERJUL. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 300.000 krónur.

Viðauki nr. 9, deild 4250, Eignir, 42-HAFN. Útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 18.600.000 krónur.

Viðauki nr. 10, deild 4250, Eignir, 42-H-VERND. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 7.000.000 krónur.

 Viðauki nr. 11, deild 4250, Eignir, 42-H-LANDG. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 550.000 króna.

Viðauki nr. 12, deild 4250, Eignir, 42-H-BJÓL. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 21.750.000 króna.  

Nettóbreyting viðauka nemur 16.000.000 gjaldamegin í reikningshaldi Hafnarsjóðs.

Viðaukanum verði mætt af handbæru.

Hér var gert fundarhlé kl. 17:19. Fundur hófst að nýju kl. 19:03.

Hér vék Unnar Sveinlaugsson af fundi.

 

10. Framkvæmdir 2018.

Hafnarstjóri kynnti framkvæmdir sem unnið hefur verið að og breytingar sem gerðar voru á framkvæmdaáætlun og frávik vegna þeirra.

 

11. Tillaga um uppfærslu erindisbréfs Hafnarmálaráðs.

Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi Hafnarmálaráðs.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn að gildandi erindisbréf Hafnarmálaráðs verði óbreytt áfram.

 

12. Fjárhagsáætlun 2019.

Lögð fram gögn og fjárhagsrammar hafnarsjóðs fyrir árið 2018.

 

13. Olíuslys á Seyðisfirði 27.06.18.

Fram fer umræða um atburðinn og upplýsingar um viðbrögð vegna hans.

 

14. Hafnarreglugerð – endurskoðun.

Áfram í vinnslu.

 

15. Skýrsla um ástand útrásarlagnar og þekju Bjólfsbryggju.

Lögð fram til kynningar.

 

16. Strandarsíldarbryggja.

Fram fer umræða um ástand bryggjunnar og möguleg áform Byggðastofnunar um úrlausn málsins.

 

17. Frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins vegna lögreglustöðvar.

Fram fer umræða um frumathugunina og framgang málsins.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að kanna stöðu málsins hjá hlutaðeigandi aðilum.

 

18. Mat á burðarþoli Seyðisfjarðar m.t.t. sjókvíaeldis.

Lögð fram skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun dagsett 23. ágúst 2018 um mat á burðarþoli Seyðisfjarðar m.t.t. sjókvíaeldis. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar ráðleggur Hafrannsóknarstofnun í samræmi við lög um fiskeldi (nr /n/20087) m.s.br.) að hámarklífmassi fiskeldis í Seyðisfirði verði 10.000 tonn.

Hafnarmálaráð leggur áherslu á að við undirbúning fyrirhugaðs sjókvíaeldis verði þess gætt að fyrirkomulag og staðsetning mannvirkja því tengdu fari saman með núverandi hafnarstarfsemi og siglingaleiðum um fjörðinn.

 

19. Hafnasambandsþing 2018.

Fundarboð og dagskrá Hafnasambandsþings 2018 sem haldið verður 25. og 26 . október lagt fram til kynningar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 20:47.