52. fundur í velferðarnefnd 20.08.19

Fundarboð velferðarnefndar nr. 52 / 20.08.19 

Fundur haldinn þriðjudaginn 20. ágúst í fundarsal íþróttahússins klukkan 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll.

 

Mætt v.liðar 1.1 kl 17:00 : Svandís Egilsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar.

Mætt v.liðar 1.2. kl.17.30 Guðrún Kjartansdóttir, forstöðumaður Sundhallar.

Mætt v.liðar 1.3 kl 18:00 : Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.

Mætt v.liða 1.2, 1.3 og 2 kl 17:30 : Jónína Brá, íþróttafulltrúi.

 

Fundarefni

1. Fjárhagsáætlun

„Velferðarnefnd vill óska eftir rauntölum frá árunum 2018, áætlun og sunduliðun fyrir árið 2019 og  áætlun fyrir árið 2020.“

 

1.1. Starfsáætlun og áhersluatriði félagsmiðstöðvar

Skólastjóri fer yfir starfsáætlun og áhersluatriði félagsmiðstöðvar veturinn 2019-2020.

 

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með skipulag vetrarins, margt spennandi fram undan.“  

 

1.2. Starfsáætlun og áhersluatriði Sundhallar

Umræður. Forstöðumaður og íþróttafulltrúi fara yfir alvarlegt ástand sundhallar og brýna þörf á aðgerðum.

 

“Velferðarnefnd ítrekar bókun sína frá árinu 2018 þar sem lögð var áhersla á að ástand gólfs í kringum sundlaug, plötur í lofti og skyggni við inngang yrði metið og að gerð yrði kostnaðaráætlun og leitað tilboða í viðgerðir þessara þátta”.

 

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 11. september.

 

1.3. Starfsáætlun og áhersluatriði íþróttamiðstöðvar

Umræður. Forstöðumaður fór yfir ástand hússins og lagði áherslu á brýna þörf á aðgerðum.

 

 “Velferðarnefnd leggur áherslu á að ástand gólfa í búningsklefum á báðum hæðum og gólf og veggir í íþróttasal verði metið og að gerð verði kostnaðaráætlun og leitað tilboða í viðgerðir þessara þátta. Þá minnir velferðarnefnd enn og aftur á mikilvægi þess að finna lausn á geymslu fyrir teppi sem liggja í íþróttasal”.

 

,,Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með úrbætur á aðstöðu líkamsræktarinnar. ”.

 

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 11. september.

 

1.4. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa

Þjónustufulltrúi fer yfir helstu verkefni og segir frá því sem er eftst á baugi.

 

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 11. september.

 

1.5. Áhersluatriði velferðarnefndar

 

„Velferðarnefnd leggur áherslu á að greitt verði fyrir setu í ungmenna- og öldungaráði eins og öðrum nefndum kaupstaðarins. Einnig að hækkað verði framlag til sumarnámskeið.

 

 

2. Málefni íþróttamannvirkja

AMÍ fulltrúi mætt undir þessum lið. Umræður um slæmt ytra birgði húsnæðis kaupstaðarins og illa merktar byggingar.

 

„Velferðarnefnd  leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar verði endurskipulögð starfsskipan íþróttafulltrúa mtt. íþróttamannvirkja á vegum bæjarins.“

„Velferðarnefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar verði sérstaklega gert ráð fyrir uppsetningu nýrra skilta og merkinga við sundhöll og íþróttahús.“

„Velferðarnefnd leggur til að skertur opnunartími sundhallar og íþróttahúss verði auglýstur við upphaf árs, mtt. til gjaldskrárhækkunar.“

„Velferðarnefnd gerir athugasemd við slæma ásýnd og aðkomu íþróttahúss og sundhallar í sumar.“

 

 

3. Jöfnun kolefnisspors

Velferðarnefnd óskar eftir því að fá að senda fulltrúa á næsta fund umhverfisnefndar til þess að ræða verkefnið „Jöfnun kolefnissport“.

 

 

4. Jafnréttisáætlun

Velferðisnefnd samþykkir Jafnréttisáætlun 2019-2023 og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

 

Jafnréttisfulltrúi kemst því miður ekki á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga þann 4. og 5. september nk. vegna sumarleyfis. Í skoðun er að senda annan fulltrúa.

 

 

5. Eldri borgarar

Þjónustufulltrúi segir frá fyrirhuguðum haustfundi með eldri borgurum, stefnt er á að halda hann seinni hluta september. Tveir nýir starfsmenn hefja störf í byrjun október, annar í félagslegri heimaþjónustu og hinn í handavinnukennslu. Einnig verður kynnt erindisbréf öldungaráðs á haustfundinum.

 

 

6. Heilsueflandi samfélag

Þjónustufulltrúi segir frá því að skipulagsvinna fyrir næsta ár hefjist nú í haust. Áfram verður unnið m.a.í kynningarmálum og umferðaröryggi fram að jólum.

 

 

7. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 17. september klukkan 17.

 

Fundargerð á 5 bls.

Fundi slitið kl. 20.13