54. fundur í velferðarnefnd 17.10.19

Fundur velferðarnefndar nr. 54 / 17.10.19 

Fundur var haldinn fimmtudaginn 17. október í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00.

 

Fundinn sátu:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, sem ritaði fundargerðina,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Ósk Ómarsdóttir í stað Cecils Haraldssonar, L-lista,

Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Tryggvi Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista.

 

Formaður óskaði eftir að bæta inn afbrigðum sem lið nr. 4 ,,Innsent erindi; Þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi”, sem lið nr. 5 ,,Innsent erindi; Þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega” og sem lið nr. 6 ,,Innsent erindi; Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum”

 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Fundarefni

1. Skýrsla frá Eflu; Sundhöll Seyðisfjarðar, viðhalds- og endurbótatillögur

Lagt fram til kynningar.

,,Velferðarnefnd fagnar því að gerð hefur verið skýrsla um ástand hússins og það viðhald sem þarfnast. Nefndin leggur til að mat verði lagt á forgangsröðun verkefna miðað við ástand hússins. Nefndinni þykir æskilegt að Efla kynni skýrsluna og verkefnin ítarlegar fyrir velferðarnefnd og bæjarráði. Nefndin leggur einnig til að ástand lagna verði kannað og gerð verði hönnun á útisvæðið og hver kostnaður á slíku verkefni yrði

 

2. Innsent bréf; Svava Lárusdóttir

,,Velferðarnefnd þakkar Svövu fyrir bréfið og tekur undir með henni að full ástæða sé til að koma til móts við korthafa í líkamsrækt vegna mikillar þjónustuskerðingar á árinu. Nefndin vill ítreka bókanir sínar frá síðasta fundi, þann 19. september, þar sem hún lagði til að ekki yrði farið í gjaldskrárbreytingar árið 2020 og að mikilvægt væri að skoða tæknimiðaðar lausnir varðandi þjónustu við neytendur. Telur nefndin að aðgangsstýring væri góð lausn til að koma til móts við þjónustuþega líkamsræktarinnar og leggur hún til að íþróttarfulltrúi skoði þann möguleika og mögulegan kostnað í samstarfi við formann nefndarinnar“

 

3. Innsent erindi; Þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara

Lagt fram til kynningar

 

4. Innsent erindi; Þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi

Lagt fram til kynningar

 

5. Innsent erindi; Þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega

Lagt fram til kynningar

 

6. Innsent erindi; Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum

Lagt fram til kynningar

 

7. Næsti fundur

Næsti fundur er áætlaður 19. nóvember kl 17

 

Fundargerð á 2 bls

Fundi slitið kl 17:55.