57. fundur í velferðarnefnd 21.01.20
Velferðarnefnd nr. 57 / 21.01.20
Fundur haldinn þriðjudaginn 21. janúar í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00.
Mætt á fundinn:
Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,
Cecil Haraldsson, L-lista,
Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,
Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.
Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, mætti ekki.
Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki.
Formaður bar upp afbrigði í upphafi að bæta inn lið nr. 5 „Teppi í íþróttasal“. Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum.
Fundarefni
1. Nettengd líkamsrækt
Umræður.
„Velferðarnefnd leggur til að AMÍ fulltrúi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar finni lausnir á erfiðu farsímasambandi og nettengingu í líkamsrækt.“
2. Sundhöllin
Umræður um minni aðsókn árið 2019 miðað við árin á undan.
„Velferðarnefnd leggur til að AMÍ fulltrúi og forstöðumaður Sundhallar leiti lausna til að auka aðsókn í Sundhöllina.“
3. Bókun bæjarráðs varðandi „Dagdvöl aldraðra“
„Velferðarnefnd undrast afgreiðslu bæjarráðs frá fundi þann 2. janúar 2020 í lið 2.1. - um dagvist aldraðra. Nefndin telur sig hvorki hafa völd né umboð til samninga við viðkomandi aðila og vísar erindinu aftur til bæjarráðs.“
4. Heilsueflandi samfélag
Umræður.
5. Teppi í sal
„Velferðarnefnd ítrekar mikilvægi þess að teppum, geymdum í íþróttasal, verði fundinn varanlegur geymlustaður að loknu þorrablóti. Þau liggja, og hafa legið, undir skemmdum í íþróttasal í mörg ár. Nefndin telur ólíðandi hve langan tíma tekur að afgreiða þetta litla mál.“
6. Næsti fundur
Áætlaður þriðjudaginn 18. febrúar.
Fundargerð á 2 bls.
Fundi slitið kl. 17.44.