58. fundur í velferðarnefnd 18.02.20

Velferðarnefnd nr. 58 / 18.02.20 

Fundur haldinn þriðjudaginn 18. febrúar í fundarsal íþróttarhússins. Fundur hófst kl. 17:14.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.

 

Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, mætti ekki.

Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki.

 

Fundarefni

1. Dagdvöl aldraðra

Lagt fram til kynningar.

 

2. Sundhöll. Viðhalds- og endurbótatillögur EFLU

Umræður.

„Velferðarnefnd fagnar því að undirbúningur sé hafinn.“

 

3. Aðsókn í Sundhöll

Velferðarnefnd útbýr minnisblað með hugmyndum og kemur til bæjarstjóra og AMÍ fulltrúa.

 

4. Íþróttamiðstöðin

Umræður.

„Velferðarnefnd fagnar því að búið sé að panta aðgangsstýringarkerfi og væntir þess að það komist í gagnið sem fyrst.“

„Velferðarnefnd skilur með engu móti af hverju það reynist svona erfitt að finna geymslustað fyrir teppin í íþróttasal. Nefndin ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur til að fundnir verði aðilar til að vinna verkið.“

 

5. Heilsueflandi samfélag

Verkefnastjóri segir frá fyrirhugaðri kynningu á Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs þriðjudaginn 10. mars klukkan 17 í íþróttamiðstöð. Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri sveitarfélagsins sér um kynninguna. Fyrsta samvinnuverkefni á árinu við Seyðisfjarðarkirkju er áætluð hjartamessa sunnudaginn 23. febrúar og símalaus samverudagur fyrirhugaður sunnudaginn 1. mars næst komandi. Umræður um eldri borgara og hreyfiverkefni.

 

„Velferðarnefnd hvetur verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags að leita styrkja hjá bænum til hreyfiverkefnis fyrir eldri borgara.“

 

6. SES – samvinna eftir skilnað

Fljótsdalshérað hefur verið valið tilraunasveitarfélag varðandi innleiðingu á SES. SES er fengið frá Danmörku og byggir á rannsóknum sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn um það hvernig best verði staðið að stuðning við fjölskyldur í skilnaði, svo fyrirbyggja megi vanlíðan, erfið samskipti og ágreining. 

 

7. Næsti fundur

Áætlaður þriðjudaginn 17. mars klukkan 17.

 

 

Fundargerð á 4 bls. með minnisblaði

Fundi slitið kl. 18.15.