6. fundur í fræðslunefnd 27.08.19
Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019.
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Bára Mjöll Jónsdóttir varaformaður L-lista,
Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,
Halla D.Þorsteinsdóttir L- lista
Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,
Ingvar Jóhannsson B- lista,
Mætt vegna liðar 1-4
Svandís Egilsdóttir skólastjóri. Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Þorkell Helgason fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar. Hanna Cristel Sigurðardóttir fulltrúi foreldrafélags Seyðisfjarðaskóla.
Dagskrá:
1. Innramatsskýrsla og úrbótaáætlun fyrir grunnskóladeild 2018-2020
Skólastjóri fór yfir og kynnti innramatsskýrslu og úrbótaáætlun fyrir grunnskóladeild 2018-2020. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með vel unna skýrslu og úrbótaáætlun.
2. Marklistar skólastjórnenda
Skólastjóri fór yfir marklista skólastjórnenda sem skilgreinir störf/verkefni skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í Seyðisfjarðaskóla
3. Haustbréf skólastjórnenda
Skólastjóri fór yfir og kynnti haustbréf skólastjórnenda til starfsmanna Seyðisfjarðarskóla fyrir skólaárið 2019-2020
4. Starfið/starfsmannahald
Umræða. Tinna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri listardeildar. Boðið verður uppá fjölbreytt hljóðfæra nám í vetur og verður m.a gerð tilraun með fjarkennslu í gítarnámi og á Ukulele. Dagný Ómarsdóttir tekur við starfi íþróttakennara af Ólafi Sigurðsyni. Töluverð mannekla er enn á leikskóladeild og er verið að leita allra leiða til að leysa það. Skólastjóri vildi greina frá því að mikill skilningur sé hjá foreldrum vegna ástandsins og léttir það á starfsfólki leikskóladeildar.
Hér vék Ágústa Berg,Þorkell,Hanna Christel og Svandís af fundi
5. Erindi sem borist hafa
5.1 Nýtt starfsheiti Leiðsagnarkennara dags:21.06.19 Svandís Ingimundard SÍS Kynnt
5.2 Til upplýsingar vegna starfsheitis Leiðsagnarkennara í kjarasamningi FG og FL
dags:08.07.19 Bjarni Ó Haraldsson Samband Íslenskra Sveitarfélag- Kynnt
5.3 Skólaþing Sveitarfélaga 4.nóvember 2019
dags:16.08.19 Svandís Ingimundardóttir Samband Íslenskra Sveitarfélaga - Kynnt
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:43.