6. fundur í hafnarmálaráði 02.06.20

6. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 2. júní 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar Sveinlaugsson B- lista mætti ekki.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

Dagskrá:

1. Tækniminjasafn Austurlands. Skemma og Angró.

Undir þessum lið mætti Zuhaitz forstöðumaður TA.

 

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að leggja drög að samningi um Hafnargötu 35 - 37 og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

 

Zuhaitz vék af fundi kl. 16:58

 

2. Skipulagsstofnun – 08.05.2020 – Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar.

Hafnarmálaráð leggur fram eftirfarandi umsögn:

Hafnarmálaráð leggur áherslu á að sveitarfélagið hefur skipulagsvald innan skilgreindra hafnarmarka þegar kemur að strandsvæðisskipulagi fiskeldis í sjó.

 

3. Samband íslenskra sveitarfélaga – 15.05.2020 – Ársreikningur Hafnasambands Íslands. 

Lagður fram til kynningar.

 

4. Umhverfisstofnun – 26.05.2020 – Skýrsla um oliuvarnir Landhelgisgæslunnar vegna olíuskipsins El Grillo.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Stjórnarráð Íslands | Heilbrigðisráðuneytið – Skýrsla verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum. 25.05.2020

Hafnarmálaráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála og kallar eftir skýrum verklagsreglum um komu farþega til landsins. Hafnarmálaráð minnir á mikilvægi Seyðisfjarðarhafnar sem farþegahafnar og einu alþjóðlegu bíla- og farþegaferjuhafnar landsins.

 

6. Angró – staða framkvæmda. 

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála.

 

7. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið – 15.05.2020- tilkynning um úthlutun styrkja til orkuskipta í höfnum. 

Seyðisfjarðarhöfn hefur hlotið styrk að upphæð kr. 8,9 milljónir í verkefnið Landtenging Norrænu sem er unnið í samvinnu við Smyril-Line og verkfræðistofuna Eflu.

 

8. Drög að samkomulagi milli Seyðisfjarðarhafnar og Smyril Line. Vegna landtengingar Norrænu. 

Farið yfir stöðu mála.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að vinna málið áfram til að hægt sé að koma verkinu af stað sem allra fyrst.

 

9. Staða tollvarðamála á Seyðisfirði   

Sex aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði var sagt upp í vikunni en þeir hafa starfað við móttöku Norrænu í fjölda ára. Í frétt RÚV um atvikið segir að skýringin sé að tollurinn hafi misst sértekjur vegna falls WOW og COVID-19 og að ekki sé viljii til að hafa aðstoðarmenn tollvarða í hlutastarfi. Stór fíkniefnamál hafa komið upp og því mikilvægt að góð tollgæsla sé öflug við höfnina. Ekki er ljóst hvernig sparnaður fæst með þessum aðgerðum þar sem þessi breyting kallar á að aðstoðarmenn verði sendir að með tilheyrandi kostnaði.

Hafnarmálaráð gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega og skorar á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun sína.

 

Fundi slitið kl. 18.15.