60. fundur í velferðarnefnd 19.06.20

Fundur Velferðarnefndar nr. 60 / 19.06.20

Fundur haldinn fimmtudaginn 19. júní í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, sem ritaði fundargerð,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Elva Ásgeirsdóttir í stað Bergþórs Mána Stefánssonar, D-lista,

 

Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, og Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, boðuðu forföll.

 

Mætt vegna liðar 1 kl. 17 : Svandís Egilsdóttir, skólastjóri.

 

Fundarefni

1. Félagsmiðstöðin Lindin

Farið yfir liðið starfsár og hvað gert var. Starfsemi fyrir miðstig grunnskólans heppnaðist vel og var vel mætt á það. Minni starfsemi var fyrir unglingastigið. Rætt um næsta starfsár og hvað framundan væri.

 

2. Íþróttamannvirki, skilti

Umræður um hönnun á skilti fyrir íþróttarmiðstöð.

,,Velferðarnefnd leggur til að sambærilegt skilti verið gert fyrir Sundhöllina“.

 

3. Forvarnarmál

Rætt um mikilvægi reiðhjólahjálma og að fullorðnir séu fyrirmyndir fyrir ungmenni bæjarins í notkun þeirra.

,,Velferðarnefnd hvetur bæjarbúa, unga sem aldna, að nota ávallt reiðhjólahjálma enda mikilvægt öryggisatriði sem hefur sýnt sig að bjargar lífum“.

 

4. Sparkvöllur

Umræður

,,Velferðarnefnd fagnar því að endurbætur á sparkvellinum séu í sjónmáli“.

 

5. Ársreikningur Starfsendurhæfingar Austurlands 2019, ársskýrsla og fundargerðir

Lagt fram til kynningar.

 

6. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður 18. ágúst

 

 

Fundargerð á bls. 2

Fundi slitið kl. 17:45.