61. fundur velferðarnefndar 01.09.20
Fundur Velferðarnefndar nr. 61 / 01.09.20
Fundur haldinn þriðjudaginn 1. september í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00. Síðasti fundur velferðarnefndar fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Boðaðir á fundinn:
Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,
Cecil Haraldsson, L-lista,
Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista,
Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,
Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.
Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki á fundinn.
Boðuð vegna liðar 1 kl. 17.00 : Helga Valdimarsdóttir, formaður Framtíðar
Boðaður vegna liðar 2 kl. 17.30 : Daði Sigfússon, forstöðumaður
Boðuð vegna liðar 3 kl. 18.00 : Guðrún Kjartansdóttir, forstöðumaður
Boðuð vegna liðar 4 kl. 18.30 : Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri
Formaður leitar í upphafi afbrigða að bæta inn lið nr. 7 um „Grænt svæði“ og lið nr. 8 „Barnvænt sveitarfélag, Unicef“. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fundarefni
1. Félagið framtíðin, eldri borgarar
Formaður félags eldri borgara á Seyðisfirði, Helga Valdimarsdóttir, mætir á fundinn undir þessum lið.
Formaður segir frá starfi eldri borgara. Umræður um samvinnu eldri borgara innan sameinaðs sveitarfélags og brýna þörf á bættum samgöngum. Formaður leggur áherslu á að félagið hljóti áframhaldandi styrk frá sameinuðu sveitarfélagi.
„Velferðarnefnd tekur undir með formanni Framtíðar um áframhaldandi styrkveitingu til félagsins. Einnig leggur nefndin áherslu á að hlúð sé vel að eldri borgurum í sveitarfélaginu. Nefndin lítur svo á að örar og tryggar samgöngur séu frumforsenda sameiginlegs félagsstarfs byggðarkjarnanna.“
2. Íþróttamiðstöð
Forstöðumaður mætir á fundinn undir þessum lið.
Forstöðumaður greinir frá þeim verkefnum sem nauðsynlegust eru. Verkefnalisti er hluti af starfsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar.
„Velferðarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að farið sé eftir verkefnalista forstöðumanns. Nefndin hefur áhyggjur af ástandi hússins, sér í lagi þeim miklu vatnsskemmdum sem eru í öllu húsinu.“
3. Sundhöll
Forstöðumaður mætir á fundinn undir þessum lið.
Forstöðumaður greinir frá þeim verkefnum sem nauðsynlegust eru. Verkefnalisti er hluti af starfsáætlun Sundhallar.
„Velferðarnefnd leggur áherslu á að undirbúningi Viðhalds- og endurbótatillagna Eflu verði lokið sem fyrst, svo hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir án tafar. Sundhöll Seyðisfjarðar hefur menningarsögulegt gildi sem brýnt er að varðveita.“
4. Félagsmiðstöð
Skólastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Skólastjóri fer yfir starfsmanna- og húsnæðismál félagsmiðstöðvar, en búið er að ráða starfsmann fyrir veturinn.
„Velferðarnefnd fangar þeim breytingum sem í vændum eru gagnvart þessari starfssemi og óskar eftir því að henni verði lagt til allt sem þarf til blómlegs starfs. Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar hefur verið í lamsessi og nú þegar útlit er fyrir varanlegt húsnæði og starfsmann er mikilvægt að sveitarfélagið styðji almennilega við starfssemina með því fjármagni sem til þarf.“
5. Þjónustufulltrúi
Þjónustufulltrúi mætir á fundinn undir þessum lið.
Þjónustufulltrúi segir frá fyrirhuguðu tiltölulega óbreyttu starfi í 50% stöðugildi sínu í sameinuðu sveitarfélagi, undir félagsmál.
6. Fjárhagsáætlun árið 2021
„Velferðarnefnd leggur áherslu á að stofnanir sem heyra undir nefndina haldi gildi sínu og fjármagn verði í samræmi við þarfir.“
7. Grænt svæði – uppbygging og framtíðarsýn
Erindi frá AMÍ og verkefnastjóra HSAM varðandi Grænt svæði við Suðurgötu.
„Velferðarnefnd tekur mjög jákvætt í hugmyndir um „Grænt svæði – uppbygging og framtíðarsýn“ sbr bókun umhverfisnefndar og bæjarráðs frá júní 2020. Nefndin leggur áherslu á að umgengnisreglur á svæðinu þurfi að vera skýrar.“
8. Barnvænt samfélag - Unicef
Umræður um að sameiginlegt sveitarfélag gerist barnvænt samfélg í samstarfi við Unicef á Íslandi.
„Velferðarnefnd leggur til að skoðaður verði sá möguleiki að sveitarfélagið geri samning við Unicef á Íslandi um að gerast barnvænt samfélag.“
Fundargerð á bls. 4
Fundi slitið kl. 20.22.